Nordic Visitor kaupir Iceland Travel

Icelandair hyggst selja ferðaskrifstofuna Iceland Travel, eitt dótturfélaga sinna.
Icelandair hyggst selja ferðaskrifstofuna Iceland Travel, eitt dótturfélaga sinna. mbl.is/Árni Sæberg

Félagið Nordic Visitor hf. hefur undirritað samkomulag við Icelandair um kaup á ferðaskrifstofunni Iceland Travel, einu dótturfélaga Icelandair. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Icelandair.

Ferðaskrifstofan hefur verið í söluferli frá í janúar, en samkvæmt heimildum ViðskiptaMoggans kepptust fjögur fyrirtæki um kaupréttinn: Nordic Visitor, Kynnisferðir, Kea hótel og hópur tengdur Hópbílum og bílaleigunni Hertz.

Nordic Visitor er íslensk ferðaskrifstofa en auk Íslands er hún með starfsemi á öðrum Norðurlöndum og Írlandi.

Samningurinn sölu er gerður með hefðbundnum fyrirvörum um framkvæmd áreiðanleikakönnunar og samþykki Samkeppniseftirlitsins, auk þess að aðilar nái saman um kaupsamninginn, að því er segir í tilkynningu frá Icelandair.

Salan er í samræmi við stefnu Icelandair Group sem hefur viljað leggja áherslu á kjarnastarfsemi sína, flugrekstur. Í árslok 2019 seldi félagið dótturfélagið Icelandair Hotels.

Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor.
Ásberg Jónsson, framkvæmdastjóri Nordic Visitor. mbl.is/Golli
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK