Play birtir áfangastaði – aftur

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Aðsend

Flugfélagið Play mun fljúga til London, Parísar, Kaupmannahafnar, Alicante og Tenerife. Þá er til skoðunar að flug til Bandaríkjanna hefjist í lok árs til að skapa tengiflug til Evrópu. Birgir Jónsson, forstjóri Play, var gestur Víglínunnar á Stöð 2 í dag.

Þegar hefur verið greint frá því að Play muni hefja sig til lofts 24. júní, en í viðtalinu sagði Birgir að stefnt væri að því að hefja miðasölu seinni hluta maí.

Félagið ætlar ekki að finna upp hjólið er kemur að áfangastöðum. „Þessir áfangastaðir sem við erum að fara á eru þessir hefðbundnu íslensku áfangastaðir,“ sagði Birgir og nefndi fyrrnefnda staði.

Þá sagði hann félagið gríðarlega vel fjármagnað, svo vel að það réði við að hefja ekki starfsemi næstu tvö árin. Play réðst nýverið í hlutafjárútboð þar sem 50 milljónum dala (6,2 mö.kr.) var safnað.

Play hefur áður gefið út lista yfir áfangastaði en það var í nóvember 2019, stuttu áður en kórónuveirufaraldurinn setti flugbransann á hliðina og riðlaði öllum áætlunum félagsins. Sá listi var að mestu eins, nema að þá var áætlað að fljúga til Berlínar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK