Selma Grétarsdóttir ráðin sem gæðastjóri Póstsins

Selma Grétarsdóttir, nýr gæðastjóri Póstsins
Selma Grétarsdóttir, nýr gæðastjóri Póstsins Ljósmynd/Aðsend

Selma Grétarsdóttir hefur verið ráðin í stöðu gæðastjóra hjá Póstinum. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Póstinum. Helstu hlutverk hennar hjá fyrirtækinu verður að halda utan um gæðakerfi Póstsins. Þar ber henni að tryggja samræmd vinnubrögð, efla tengingar við innri og ytri kröfur og bera kennsl á veikleika og frávik svo bregðast megi við í tíma.  

„Það er skemmtilegt að ganga til liðs við Póstinn en fyrirtækið hefur greinilega breyst mikið á undanförnum árum. Það er mikill metnaður fyrir því að bæta starfsemi fyrirtækisins enn frekar og ég hlakka mikið til að takast á við þær áskoranir sem eru framundan,“ segir Selma Grétarsdóttir í tilkynningunni.

Forstöðumaður umbóta og þróunar hjá Póstinum, Héðinn Gunnarsson, hefur einnig tjáð sig um ráðningu Selmu og segir „Ég er mjög ánægður með að fá Selmu til liðs við okkur, hún hefur yfirgripsmikla reynslu og ég veit að hún á eftir að reynast okkur vel í því sem framundan er. Gæðamál spila stórt hlutverk hjá okkur og við höfum mikinn metnað fyrir því að ná góðum árangri og skila sendingum hratt og vel til viðskiptavina okkar.“

Selma hefur víðtæka reynslu úr atvinnulífinu og starfaði síðast hjá Skattinum sem sérfræðingur á tollasviði. Þar sinnti hún meðal annars þróun ferlastjórnunar og gæðakerfis tollamála ásamt því að verkefnastýra fjölbreyttum verkefnum. Þá tók hún einnig virkan þátt í stefnumótunarvinnu og innleiðingu á stefnu tollamála. Selmar er með MS próf í landfræði frá Kaupmannahafnarháskóla og BS próf í landfræði og ferðamálafræði frá Háskóla Íslands.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK