Árni Oddur selur fyrir 168 milljónir í Marel

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel.
Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel. mbl.is/Hari

Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur selt 190 þúsund hluti í félaginu á genginu 885 krónur, eða fyrir samtals 168 milljónir. Er þetta meirihluti bréfa í fyrirtækinu sem eru beint í hans eigu, en eftir viðskiptin á Árni Oddur beint 170.409 hluti auk kaupréttar fyrir 1.630.000 hluti.

Árni Oddur á auk þess 17,9% hlut í Eyri investment fjárfestingafélaginu, en það á 20% hlut í Marel. Hlutur hans þar er því tæplega 27 milljónir hluta, að verðmæti um 24 milljarðar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK