Árni Oddur Þórðarson, forstjóri Marel, hefur selt 190 þúsund hluti í félaginu á genginu 885 krónur, eða fyrir samtals 168 milljónir. Er þetta meirihluti bréfa í fyrirtækinu sem eru beint í hans eigu, en eftir viðskiptin á Árni Oddur beint 170.409 hluti auk kaupréttar fyrir 1.630.000 hluti.
Árni Oddur á auk þess 17,9% hlut í Eyri investment fjárfestingafélaginu, en það á 20% hlut í Marel. Hlutur hans þar er því tæplega 27 milljónir hluta, að verðmæti um 24 milljarðar.