Selja vín án aðkomu ÁTVR

Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga.
Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska fyr­ir­tækið San­tew­ines SAS hef­ur opnað net­versl­un (www.san­te.is) með áfengi hér á landi. Viðskipta­vin­ir þess geta nálg­ast vör­ur þess á lag­er hér á landi um leið og kaup­in hafa átt sér stað eða fengið sent á grund­velli sam­starfs við fyr­ir­tækið Dropp.

Er þetta í fyrsta sinn sem al­menn­ing­ur á Íslandi get­ur keypt áfengi hér á landi af inn­lend­um vörula­ger án milli­göngu Áfeng­is- og tób­aksversl­un­ar rík­is­ins.

Arn­ar Sig­urðsson, sem á San­tew­ines SAS, hef­ur um ára­bil flutt inn vín frá Frakklandi. Hann seg­ir net­versl­un­ina fela í sér mikið hagræði og sparnað fyr­ir neyt­end­ur.

„Íslend­ing­ar hafa lengi haft heim­ild til þess að kaupa áfengi í gegn­um er­lend­ar net­versl­an­ir en það er fyrst núna sem vör­urn­ar fást af­hent­ar sam­dæg­urs. Þær eru komn­ar til lands­ins áður en viðskipt­in eiga sér stað. Með þessu móti geta neyt­end­ur keypt þess­ar vör­ur án milli­göngu ÁTVR og þar með sloppið und­an þeirri 12-18 pró­senta álagn­ingu sem fylg­ir því að nýta sér þjón­ustu rík­is­versl­un­ar­inn­ar,“ út­skýr­ir Arn­ar í Morg­un­blaðinu í dag.

Hann seg­ir að með þessu fyr­ir­komu­lagi fari ís­lenska ríkið ekki á mis við tekj­ur af áfeng­is­söl­unni. Öll op­in­ber gjöld, s.s. áfeng­is­gjald og virðis­auka­skatt­ur, skili sér til hins op­in­bera. Fyrr­nefnda gjaldið er greitt við komu vör­unn­ar til lands­ins.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka