Selja vín án aðkomu ÁTVR

Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga.
Arnar Sigurðsson vill lækka verð á áfengi til Íslendinga. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Franska fyrirtækið Santewines SAS hefur opnað netverslun (www.sante.is) með áfengi hér á landi. Viðskiptavinir þess geta nálgast vörur þess á lager hér á landi um leið og kaupin hafa átt sér stað eða fengið sent á grundvelli samstarfs við fyrirtækið Dropp.

Er þetta í fyrsta sinn sem almenningur á Íslandi getur keypt áfengi hér á landi af innlendum vörulager án milligöngu Áfengis- og tóbaksverslunar ríkisins.

Arnar Sigurðsson, sem á Santewines SAS, hefur um árabil flutt inn vín frá Frakklandi. Hann segir netverslunina fela í sér mikið hagræði og sparnað fyrir neytendur.

„Íslendingar hafa lengi haft heimild til þess að kaupa áfengi í gegnum erlendar netverslanir en það er fyrst núna sem vörurnar fást afhentar samdægurs. Þær eru komnar til landsins áður en viðskiptin eiga sér stað. Með þessu móti geta neytendur keypt þessar vörur án milligöngu ÁTVR og þar með sloppið undan þeirri 12-18 prósenta álagningu sem fylgir því að nýta sér þjónustu ríkisverslunarinnar,“ útskýrir Arnar í Morgunblaðinu í dag.

Hann segir að með þessu fyrirkomulagi fari íslenska ríkið ekki á mis við tekjur af áfengissölunni. Öll opinber gjöld, s.s. áfengisgjald og virðisaukaskattur, skili sér til hins opinbera. Fyrrnefnda gjaldið er greitt við komu vörunnar til landsins.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka