Bókunum fjölgar ört

Klyfjaðir og kappklæddir ferðalangar í Reykjavík.
Klyfjaðir og kappklæddir ferðalangar í Reykjavík. mbl/Arnþór Birkisson

Bogi Nils Bogason, forstjóri Icelandair, segir að bókanir séu farnar að skila sér til flugfélagsins í meira mæli. Herferðir vestanhafs hafi skilað sér, ekki einungis í bókunum í maí og júní heldur einnig lengra fram á sumarið.

„Við erum ánægð með hvernig hlutirnir eru að þróast og sjáum jafnframt jákvæð teikn inn á haustið. Við erum bjartsýn á að Ísland hafi mikil tækifæri sem áfangastaður ferðamanna og að það verði mikil eftirspurn eftir því að koma hingað,“ segir Bogi í Morgunblaðinu í dag.

Í gær hóf Icelandair flug til Seattle í Bandaríkjunum og í lok maí verður flogið til sex áfangastaða í Bandaríkjunum, Boston, New York, Seattle, Washington, Chicago og Denver. „Bókanir frá Bandaríkjunum hafa verið að taka vel við sér,“ segir Bogi. Auglýsing Icelandair á Times Square í New York-borg vakti mikla athygli í apríl en þar sáust myndir af eldgosinu í Geldingadölum. Bogi vildi ekki gefa upp hversu mikið sú auglýsing kostaði en að þau hafi fengið auglýsinguna, sem byggist á samningi sem gerður var árið 2019, á hagstæðu verði sem hafi svo skilað sér vel í bókunum. Eldgosið er ekki það eina sem hefur komið Íslandi á kortið undanfarnar vikur, heldur einnig góður árangur í baráttunni við farsóttina.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka