Bókunum fjölgar ört

Klyfjaðir og kappklæddir ferðalangar í Reykjavík.
Klyfjaðir og kappklæddir ferðalangar í Reykjavík. mbl/Arnþór Birkisson

Bogi Nils Boga­son, for­stjóri Icelanda­ir, seg­ir að bók­an­ir séu farn­ar að skila sér til flug­fé­lags­ins í meira mæli. Her­ferðir vest­an­hafs hafi skilað sér, ekki ein­ung­is í bók­un­um í maí og júní held­ur einnig lengra fram á sum­arið.

„Við erum ánægð með hvernig hlut­irn­ir eru að þró­ast og sjá­um jafn­framt já­kvæð teikn inn á haustið. Við erum bjart­sýn á að Ísland hafi mik­il tæki­færi sem áfangastaður ferðamanna og að það verði mik­il eft­ir­spurn eft­ir því að koma hingað,“ seg­ir Bogi í Morg­un­blaðinu í dag.

Í gær hóf Icelanda­ir flug til Seattle í Banda­ríkj­un­um og í lok maí verður flogið til sex áfangastaða í Banda­ríkj­un­um, Bost­on, New York, Seattle, Washingt­on, Chicago og Den­ver. „Bók­an­ir frá Banda­ríkj­un­um hafa verið að taka vel við sér,“ seg­ir Bogi. Aug­lýs­ing Icelanda­ir á Times Square í New York-borg vakti mikla at­hygli í apríl en þar sáust mynd­ir af eld­gos­inu í Geld­inga­döl­um. Bogi vildi ekki gefa upp hversu mikið sú aug­lýs­ing kostaði en að þau hafi fengið aug­lýs­ing­una, sem bygg­ist á samn­ingi sem gerður var árið 2019, á hag­stæðu verði sem hafi svo skilað sér vel í bók­un­um. Eld­gosið er ekki það eina sem hef­ur komið Íslandi á kortið und­an­farn­ar vik­ur, held­ur einnig góður ár­ang­ur í bar­átt­unni við far­sótt­ina.

Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:
Nán­ar um málið
í Morg­un­blaðinu
Áskrif­end­ur:

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK