Fimm kjörin í stjórn Iðunnar

Sjóðurinn, sem er 6,7 milljarð að stærð, er í rekstri …
Sjóðurinn, sem er 6,7 milljarð að stærð, er í rekstri Kviku eignastýringar.

Ný stjórn Iðunnar framtakssjóðs slhf. var kjörin á aðalfundi sjóðsins sem haldin var í síðustu viku. Fimm eru í stjórn sjóðsins og er aþð Adrienne Rivlin, Guðjón G. Kárason, Kristín Ingólfsdóttir, Þorsteinn Víglundsson og Margit Robertet, sem gegnir embætti stjórnarformanns.

Þetta kemur fram í tilkynningu frá Kviku banka en sjóðurinn, sem er 6,7 milljarð að stærð, er í rekstri Kviku eignastýringar.

Sjóðurinn leggur áherslu á fjárfestingar á sviði lífvísinda og heilsutækni. „Fyrirtæki sem falla þar undir starfa meðal annars við framleiðslu lækninga- og greiningatækja, lyfjaþróun, stafræna læknisþjónustu, heilbrigðisþjónustu auk stuðningsfyrirtækja í virðiskeðju eða þróun lífvísinda og heilbrigðistækni,“ segir í tilkynningunni.

Þá segir að Adrienne Rivlin hafi starfað í fjölda ára sem sérfræðingur og ráðgjafi á sviði lífvísinda og heilbrigiðsmála m.a. hjá KPMG í London og nú LEK Consulting. Hún hefur aðstoðað fyrirtæki við stefnumótun, greiningu fyrir markaðssetningu og verðlagningu á lyfjum og lækningatækjum. Adrienne er með doktorspróf í geðlækningum frá Oxford háskóla.

Guðjón G. Kárason starfar sem framkvæmdastjóri klíníkar (e. clinics) hjá Össuri hf. Guðjón hefur starfað hjá Össuri frá árinu 1998 og unnið við vöruhönnun og þróun ásamt sölu- og markaðssetningu á vörum. Hann hefur víðtæka og alþjóðlega reynslu af kaupum og sameiningum fyrirtækja í heilbrigðisþjónustu ásamt því að hafa komið að fjölmörgum umbótaverkefnum innan fyrirtækja.

Kristín Ingólfsdóttir er prófessor í lyfjafræði og fyrrum rektor Háskóla Íslands. Hún gegndi stöðu rektors í 10 ár en hafði áður starfað sem prófessor við Lyfjafræðideild Háskóla Íslands. Að loknu starfi rektors var Kristín gestaprófessor við Massachusetts Institution of Technology (MIT) í Boston. Kristín er formaður ráðgjafanefndar Landspítalans og situr einnig í alþjóðlegri vísindanefnd við Háskólann í Grenoble í Frakklandi.

Margit Robertet er forstöðumaður framtakssjóðasviðs Kviku eignastýringar. Margit hefur reynslu af fjármálamörkuðum á Íslandi og í Evrópu þar sem hún starfaði framan af í fyrirtækjaráðgjöf, hjá Barclays í London og síðar Credit Suisse í París.

Margit var  framkvæmdastjóri lánasviðs Straums Burðaráss áður en hún tók þátt í stofnun Auðar Capital og kom að stofnun Auðar I slf., elsta starfandi framtakssjóðs á Íslandi. Margit situr í stjórn Íslandshótela, Securitas og Matorku og er formaður stjórnar IcelandSIF.

Þorsteinn Víglundsson er forstjóri Hornsteins en félagið rekur BM Vallá, Björgun og Sementsverksmiðjuna. Þorsteinn er fyrrum félags- og jafnréttismálaráðherra og þingmaður fyrir Viðreisn ásamt því að hafa gegnt starfi framkvæmdastjóra Samtaka atvinnulífsins. Hann starfaði áður sem forstjóri BM Vallár frá 2002 til 2010.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK