Ársuppgjör Haga var birt í gær en meðal þess sem kom fram var sú frétt að meðalkarfa hvers viðskiptavinar matvöruverslana þeirra hafi stækkað um ríflega 20 prósent. Þrátt fyrir að heimsóknum viðskiptavina hafi fækkað á árinu sem leið vó fjöldi seldra vara á móti þessari þróun og meira til.
Finnur Oddsson, forstjóri Haga, segir í samtali við mbl.is að það sem er þarna á bak við er skýr viðbrögð við aðstæðum á árinu, þar á meðal Covid-19.
„Fólk er að breyta sinni neysluhegðun og hvernig það nálgast aðföng til heimilisins og í einhverjum skilningi fækka ferðum í búðir.
„Að sama skapi erum við að kaupa meira í hverri ferð þannig að það skilur sér þá í þessari stækkun á körfu. Þetta eru mjög skynsamleg og eðlileg viðbrögð í aðstæðunum sem við búum við núna.“
Aðspurður um hvort að þessi viðbrögð muni gang aftur eftir lok faraldursins telur hann að liklegt sé að það verðið varanlegar breytingar á hegðun viðskiptavina í framhaldi af faraldrinum.
„Það er ósennilegt að allt muni fara í sama farið og áður, því við erum búin að venja okkur við ákveðna hegðun eða vinnulag sem virkar ágætlega í rúmt ár og því verður ekki snúið við í einni svipan. Það á sérstaklega við ef við gerum ráð fyrir að fólk sé að nýta tíma sinn betur svona.“