Solid Clouds á hlutabréfamarkað

Úr tölvuleiknum Starborne.
Úr tölvuleiknum Starborne. Mynd/Solid Clouds

Tölvuleikjafyrirtækið Solid Clouds, sem framleiðir herkænskuleikinn Starborne sem gerist í geimnum og er spilaður í rauntíma af þúsundum spilara, stefnir að skráningu á First North-hlutabréfamarkaðinn.

Þetta kemur fram í aðalfundarboði félagsins sem Morgunblaðið hefur undir höndum. Fundurinn verður haldinn 14. maí nk. en á honum verður lagt til að veita stjórn heimild til skráningarinnar.

Í fundarboðinu kemur einnig fram að leggja á til við hluthafafundinn að veita stjórn heimild til hækkunar hlutafjár félagsins með útgáfu nýrra hluta, meðal annars vegna skráningarinnar.

Verði tillagan samþykkt verður stjórninni heimilt að ákveða hækkun hlutafjár um allt að kr. [1.000.000] að nafnvirði með útgáfu nýrra hluta, í einu lagi eða í áföngum. Tekjur Solid Clouds árið 2019 voru 86 milljónir. Þar af voru styrkir 64 milljónir króna.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK