Ímynd Musk notuð til þess að blekkja grunlausa

Elon Musk hefur óvænt orðin andlit bitcoin-svindla á Internetinu.
Elon Musk hefur óvænt orðin andlit bitcoin-svindla á Internetinu. AFP

Breski kennarinn Julie Bushnell varar aðra við að ekki falla fyrir svindli netsvikara sem villa á sér heimildir. Bushnell tapaði ævisparnaði sínum þegar hún féll fyrir falsfrétt á vefsíðu sem var dulbúin sem fréttavefur BBC.

Þar las hún falsfrétt sem lýsti því yfir að milljarðamæringurinn Elon Musk hafi keypt bitcoin-myntir að andvirði 1,5 milljarða bandaríkjadala og væri að gefa almenningi helminginn af þeirri upphæð.

Vefsíðan auglýsti að Musk myndi tvöfalda allar þær innborganir sem bærist honum í formi rafmynta. Bushnell, sem einnig fjárfestir í rafmyntum, stóðst ekki mátið og lagði inn á vefsíðuna 9.000 pund eða rúmlega 1,5 milljón íslenskra krónur. Þegar innborgunin skilaði sér ekki aftur grunaði hana að maðkur væri mysunni og tilkynnti vefsíðuna til lögreglunnar. Vefsíðan er þó enn virk samkvæmt breska ríkisútvarpinu.

Í viðtali við breska ríkisútvarpið segir Bushnell að hún hugsi um atburðinn nær allan daginn. „Þetta hefur haft gríðarleg áhrif á mig. Ég vildi að gæti farið í tímavél sleppt því að framkvæma þessa smelli.“

Dregur að sér svikahrappa

Elon Musk hefur vakið athygli fyrir áhuga sinn á rafmyntum, en m.a. hefur rafbílaframleiðandinn Tesla fjárfest í bitcoin fyrir 1,5 milljarða bandaríkjadala. Bílaframleiðandinn hefur síðan gefið það út að hann muni ekki lengur taka við greiðslum fyrir bíla með bitcoin-rafmyntum. Sú ákvörðun olli 5 prósenta falli í virði rafmyntarinnar.

Áhugi milljarðamæringsins hefur einnig þau áhrif að svikahrappar hafa reynt að nýta sér fjölmiðlaímynd hans til þess að ljá pretti sína trúverðugleika. Business Insider greinir frá því að svikahrappar á Twitter hafi notað framkomu hans í skemmtiþættinum Saturday Night Live til þess að vekja athygli á svindli þeirra og draga að sér ný fórnarlömb.

Fræðslusíða fjölmiðlanefndar um falsfréttir

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka