Play komið með flugrekstrarleyfi

mbl.is/Hari

Play er komið með flugrekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu. Þetta kem­ur fram í til­kynn­ingu frá fé­lag­inu sem send var núna á tólfta tím­an­um. Þá seg­ir jafn­framt að fyrsta flug­vél fyr­ir­tæk­is­ins, sem er af gerðinni Air­bus A321 Neo, hafi verið tek­in út af flug­virkj­um fé­lags­ins og að skrán­ingu hafi lokið seint í gær­kvöldi að ís­lensk­um tíma með flugrekstr­ar­leyfi frá Sam­göngu­stofu.

Nýja vél­in hef­ur skrán­inga­núm­erið TF-AEW og fer nú í skýli þar sem hún verður máluð í ein­kenn­islit­um Play, að því loknu verður flogið með vél­ina til Íslands og verður hún þá til­bú­in til að hefja fyrsta áætl­un­ar­flug fé­lags­ins.

TF-AEW er fyrst þriggja syst­ur­véla sem Play hef­ur tryggt sér frá AerCap, stærsta flug­véla­leigu­sala í heimi. Vél­ar tvö og þrjú eru í inn­leiðingu og skrán­ingu eins og stend­ur og koma einnig til lands­ins á næstu vik­um sam­hliða stækk­un leiðakerf­is Play.

Það voru þeir Andri Geir Eyj­ólfs­son for­stöðumaður tækni­deild­ar, Hall­dór Guðfinns­son og Friðrik Ottesen flug­stjór­ar sem tóku við fyrstu vél­inni, en auk þeirra voru flug­virkj­ar og full­trú­ar Sam­göngu­stofu sem hafa verið í Hou­st­on í Banda­ríkj­un­um í vik­unni og unnið að út­tekt á vél­inni. Arn­ar Már Magnús­son, einn stofn­enda Play og fram­kvæmda­stjóri flugrekstr­ar­sviðs, hef­ur haft veg og vanda af ferl­inu, að því er fram kem­ur í til­kynn­ing­unni.

Haft er eft­ir Birgi Jóns­syni, for­stjóra Play, að fé­lagið ætli að bjóða „sam­keppn­is­hæft verð og ein­falt ferðalag“ og verða nauðsyn­leg viðbót á ís­lensk­an flug­markað.

Halldór Guðfinnsson, Andra Geir Eyjólfsson og Friðrik Ottesen en þeir …
Hall­dór Guðfinns­son, Andra Geir Eyj­ólfs­son og Friðrik Ottesen en þeir tóku við flug­vél­inni og und­ir­búa fyr­ir fyrsta flug. Ljós­mynd/​Aðsend
mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK