Síðustu verslun Debenhams lokað

Rýmingarútsala Debenhams í Bretlandi.
Rýmingarútsala Debenhams í Bretlandi. AFP

Síðustu verslun Debenhams var lokað á laugardag, yfir 240 árum eftir að fyrsta verslun fyrirtækisins var opnuð. 

Neytendur hafa undanfarið lagt leið sína í síðustu 28 verslanir Debenhams til að gera góð kaup á rýmingarsölum. Verslununum hefur nú öllum verið lokað.

Vörumerki Debenhams verður áfram fáanlegt á netinu, en fyrirtækið var keypt af Boohoo í janúar síðastliðnum fyrir 55 milljónir punda, tæpa tíu milljarða króna. 

Þegar rekstur Debenhams gekk hvað best voru 150 verslanir reknar undir því nafni um allt Bretland. Reksturinn hefur reynst sífellt erfiðari síðustu ár og heimsfaraldur kórónuveirunnar gerði útslagið. 

Í desember tilkynntu eigendur fyrirtækisins að verslunum þess yrði lokað á þessu ári. Rúmlega tólf þúsund missti vinnuna. 97 verslanir voru opnaðar aftur þegar takmörkunum vegna kórónuveirunnar var aflétt svo að hægt yrði að halda rýmingarútsölur. Verslununum hefur síðan verið lokað einni í einu. 

Frétt BBC.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK