Ráðin fjármálastjóri Malbiksstöðvarinnar

Lilja Samúelsdóttir.
Lilja Samúelsdóttir. Ljósmynd/Aðsend

Lilja Samúelsdóttir hefur verið ráðin fjármálastjóri Malbiksstöðvarinnar og Fagverks. Lilja er með meistaragráðu í fjármálum fyrirtækja frá Háskólanum í Reykjavík en síðastliðin fimmtán ár hefur hún starfað á fyrirtækjasviði Landsbankans. Ráðning Lilju kemur til meðal annars vegna vaxtar fyrirtækjanna en þann vöxt má rekja til nýrrar og umhverfisvænnar malbikunarstöðvar á Esjumelum að því er segir í fréttatilkynningu.

„Það er okkur orðið nauðsynlegt að fá manneskju eins og Lilju til starfa þar sem vöxturinn hefur verið mun hraðari og markaðshlutdeildin stærri en áætlanir gerðu ráð fyrir árið 2020. Við þurfum að setja frekari styrk í fjármálastjórnun og Lilja býr yfir þeirri reynslu og þekkingu sem til þarf,“ er haft eftir Vilhjálmi Þór Matthíassyni, framkvæmdastjóra Malbiksstöðvarinnar og Fagverks, í fréttatilkynningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka