Hefur ekki áhrif á vísitölu neysluverðs

Leiðrétting Þjóðskrár á röngum upplýsingum sem stofnunin birti í gær um vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu hefur engin áhrif á mælingar Hagstofu Íslands á vísitölu neysluverðs. Þetta kemur fram á vef Hagstofu Íslands.

Eins og mbl.is greindi frá leiðrétti Þjóðskrá vísitölu íbúðaverðs fyrir mars mánuð í gær eftir að villa kom í ljós við yfirferð á tölum sem birtar voru 20. apríl síðastliðinn.

Greint hafði verið frá því að vísitala íbúðarverðs á höfuðborgarsvæðinu hefði hækkað um 1,6% í marsmánuði en raunin var sú að hún hafði hækkað mun meira, eða um 3,3% á milli mánaða.

Það er hæsta hækkun sem orðið hefur á vísitölunni frá maí 2007, er hún hækkaði úr 324 í 335,7 á milli mánaða. Nú hækkaði hún úr 688,9 í 711,7 á milli mánaða.

Vísitölu íbúðaverðs á höfuðborgarsvæðinu er ætlað að varpa ljósi á þróun fasteignaverðs, en húsnæði er skipt í flokka eftir stærð og hvort það telst fjölbýli eða sérbýli. Síðastliðna þrjá mánuði hefur vísitalan hækkað um 4%, síðastliðna sex mánuði var hækkunin 6,5% og síðustu 12 mánuði hækkaði hún um 10,7%.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK