Icelandair ætlar ekki að horfa til starfsaldurs

Icelandair ætlar ekki að horfa til starfsaldurs í yfirstandandi ráðningaferli.
Icelandair ætlar ekki að horfa til starfsaldurs í yfirstandandi ráðningaferli. mbl.is/Sigurður Bogi

Á föstudag hófust endurráðningar flugþjóna og flugfreyja hjá Icelandair. Ekki var tekið tillit til starfsaldurs einstaklinga í ráðningaferlinu.

Berglind Hafsteinsdóttir, formaður Flugfreyjufélags Íslands, bendir á þetta. Hún kveðst afar hissa á þessari ákvörðun og segist ekki vita hvers vegna hún var tekin.

„Við erum búin að margítreka að Icelandair fari eftir þessari áratugalöngu hefð að fara eftir starfsaldri við ráðningar. Nú er komið í ljós í þessum ráðningum sem fóru fram fyrir helgi að fyrirtækið hefur ekki virt þá hefð við ráðningu.“

Fréttablaðið greindi fyrst frá málinu. 

Ekki skylt að taka mið af starfsaldri

Berglind segir þó Icelandair ekki búið að gefa upp hverjar þær hæfniskröfur séu. Tekur þá Icelandair einnig fram að samkvæmt kjarasamningum sé þeim ekki skylt að taka mið af starfsaldri í endurráðningarferli.

Berglind segir áratugalanga hefð að endurráða eftir starfsaldri og það komi því verulega á óvart að það sé ekki verið að horfa til þess núna. Telur hún jafnframt breytingar á ráðningarferlum óþarfar, sérstaklega í ljósi þess að fyrirtækið þurfi að byggja upp traust að nýju.

Fréttin var uppfærð miðvikudaginn 19. maí klukkan 6:50

Elísabet Helgadóttir, mannauðsstjóri Icelandair, segir í skriflegu svari til mbl.is að í fyrsta lagi sé ánægjulegt að félagið hafi boðið 100 flugfreyjum og flugþjónum tímabundið starf í sumar. „Við erum að auka flugið og þessar ráðningar endurspegla það. Ráðningaferlið stendur þó enn yfir og á næstunni áætlum við að fjölga í þessum hópi enn frekar.“

Hún segir að við ráðningarnar hafi að sjálfsögðu verið horft til starfsreynslu en einnig frammistöðu sem er metin út frá skilgreindum hæfniviðmiðum eins og í öðrum ráðningum innan félagsins þar sem kjarasamningar kveða ekki á um annað. Lækkun launakostnaðar er ekki ráðandi þáttur í ákvarðanatöku í þessu ráðningaferli segir Elísabet í skriflegu svari við þeirri spurningu blaðamanns. 

Að sögn Elísabetar var tekið mið af jafnréttissjónarmiðum við þessar ráðningar og markmiðum Icelandair í þeim efnum og áhersla lögð á fjölbreytileika innan hópsins.

Síðast þegar Icelandair réð flugfreyjur og flugþjóna aftur til starfa, um mánðamótin júlí/ágúst í fyrra, var einnig farið eftir bæði starfsreynslu og frammistöðu sem er byggð á ýmsum þáttum. Síðan var gert samkomulag við hópinn síðastliðið haust um að fara í 75% af fyrra starfshlutfalli til að koma í veg fyrir uppsagnir. Þann 1. maí sl. færðist svo allur hópurinn aftur í fyrra starfshlutfall.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka