Verðbólga og hækkun vaxta

Landsbankinn spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,25 prósentur …
Landsbankinn spáir því að Seðlabankinn hækki stýrivexti um 0,25 prósentur á þriðja ársfjórðungi. mbl.is/Ómar Óskarsson

Verðbólg­an nær há­marki á öðrum árs­fjórðungi 2021 sam­kvæmt hagspá Lands­bank­ans og verður tölu­vert yfir mark­miði út þetta ár en verður kom­in í mark­mið um mitt næsta ár. Gert er ráð fyr­ir að verðbólga verði að meðaltali 4% í ár, 2,5% á næsta ári og 2,6% árið 2023.

Í nýrri hagspá bank­ans kem­ur fram að verðbólgu­horf­urn­ar til skamms tíma hafa versnað nokkuð frá því í haust. Það skýrist m.a. af meiri spennu á fast­eigna­markaði en reiknað var með sem hef­ur leitt til hærri hús­næðis­kostnaðar. Verð á þjón­ustu hef­ur einnig hækkað meira en reiknað var með og alþjóðleg­ar verðbólgu­horf­ur til skemmri tíma hafa versnað.

Tölu­verðs kostnaðarþrýst­ings gæt­ir nú inn­an­lands vegna hækk­andi launa­kostnaðar og fast­eigna­verðs, og er­lend­is vegna tíma­bund­inna áhrifa far­ald­urs­ins að því er seg­ir í spá Lands­bank­ans sem nær til 2021 til 2023.

„Við eig­um þó von á að verðbólg­an hjaðni til­tölu­lega hratt. Veru­leg­ur fram­leiðslu­slaki næstu miss­eri, styrk­ing krón­unn­ar, auk­in er­lend sam­keppni í ljósi opn­un­ar landa­mæra og hóf­leg hækk­un stýri­vaxta munu vega þyngra en þeir þætt­ir sem nú knýja verðbólg­una áfram.

Við ger­um ráð fyr­ir verðbólg­an nái há­marki á 2. árs­fjórðungi í ár en verðbólgu­mark­miðinu verði náð ári síðar og hald­ist ná­lægt mark­miði út spá­tím­ann.“

Spá því að vext­ir fari í 2,75%

Í októ­ber í fyrra voru meg­in­vext­ir Seðlabank­ans 1%. Hag­deild Lands­bank­ans átti von á að lækk­un­ar­ferl­inu væri lokið og að vext­ir yrðu óbreytt­ir fram á mitt ár 2022. Pen­inga­stefnu­nefnd bank­ans ákvað hins veg­ar að lækka vexti um 0,25 pró­sent­ur í nóv­em­ber og eru meg­in­vext­ir nú því 0,75%. 

„Verðbólgu­mark­mið Seðlabank­ans er 2,5% en verðbólga hef­ur nú verið fyr­ir ofan efri vik­mörk mark­miðsins (4%) í fjóra mánuði og þrýst­ing­ur fer vax­andi á pen­inga­stefnu­nefnd­ina að bregðast við. Við telj­um lík­legt að nefnd­in láti fyrst reyna á önn­ur stý­ritæki til að slá á þensl­una á fast­eigna­markaði áður en gripið verður til stýri­vaxta­hækk­un­ar. 

Við eig­um von á að nefnd­in taki fyrsta skrefið í vaxta­hækk­un­um á 3. árs­fjórðungi og hækki vexti um 0,25 pró­sent­ur á fundi nefnd­ar­inn­ar í ág­úst, en ein­ung­is einn reglu­bund­inn fund­ur er fyr­ir­hugaður á þeim árs­fjórðungi.

Bú­ast má við að það dragi jafnt og þétt úr fram­leiðslu­slak­an­um þegar líður á spá­tíma­bilið og stýri­vext­ir verði hækkaðir í smá­um skref­um í 2,75% í lok spá­tím­ans,“ seg­ir enn­frem­ur í hagspá hag­deild­ar Lands­bank­ans. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK