Allt að 300 fermetra bústaðir í Hvammsvík

Skúli Mogensen og fjölskylda áforma mikla uppbyggingu í Hvammsvík.
Skúli Mogensen og fjölskylda áforma mikla uppbyggingu í Hvammsvík. mbl.is/Árni Sæberg

Skúli Mogensen athafnamaður segir áformað að selja eignarlóðir fyrir heilsárshús í Hvammsvík. Heimilt verði að reisa allt að 300 fermetra heilsárshús. Fjölskylda Skúla Mogensen keypti Hvammsvík með uppbyggingu sjóbaða og þjónustu í huga.

Skúli segir aðspurður áformað að hefja reksturinn síðar á árinu, mögulega í haust, en tímasetningin liggi ekki fyrir.

Verkið sækist afskaplega vel. „Því meira sem við spáum og spekúlerum í þessu öllu því ánægðari er ég með þetta,“ segir Skúli sem kveðst ekki vilja flýta sér um of heldur vanda til verka.

Þrjátíu frístundalóðir

Eins og ViðskiptaMogginn greindi frá í síðustu viku hefur Kjósarhreppur auglýst breytingu á skipulagi Hvamms og Hvammsvíkur sem felur í sér að skilgreindar verða þrjátíu frístundalóðir á svæðinu, sem er nú í eigu fjölskyldu Skúla.

Spurður um þessi áform segir Skúli áformað að selja lóðir.

„Þetta er gríðarstór jörð. Þannig að þetta er aðskilið – það er að segja snertir sjóböðin ekki með neinum hætti heldur verður á allt öðrum stað og ekki í sjónlínu. Þarna eru samtals 30 lóðir, þar af 12 meðfram sjónum á mjög fallegum stað.

Verði vegleg byggð

Samkvæmt skipulagi má byggja allt að 300 fermetra hús á þessum lóðum. Þannig að ég geri ráð fyrir að þetta geti orðið ansi vegleg byggð,“ segir Skúli sem kveðst bjartsýnn á að lóðirnar muni vekja athygli.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK