Mikil verðbólga stýrir vaxtahækkun

Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri.
Ásgeir Jónsson seðlabankastjóri. mbl.is/Kristinn Magnússon

Pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabanka Íslands hef­ur ákveðið að hækka vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur. Meg­in­vext­ir bank­ans, vext­ir á sjö daga bundn­um inn­lán­um, verða því 1%. Helsta ástæða hækk­un­ar­inn­ar er meiri og þrálát­ari verðbólga en hún mæl­ist nú 4,6%. Verðbólgu­mark­mið bank­ans er 2,5%.

Þetta er í takt við mat grein­ing­ar­deild­ar Íslands­banka sem taldi að pen­inga­stefnu­nefnd Seðlabank­ans myndi hækka stýri­vexti bank­ans um 0,25 pró­sent­ur við vaxta­ákvörðun­ina í dag. „Mik­il og þrálát verðbólga ásamt minnk­andi óvissu um kom­andi efna­hags­bata munu að okk­ar mati ríða baggamun­inn um vaxta­hækk­un þótt óbreytt­ir vext­ir séu ekki úti­lokaðir. Í kjöl­farið ger­um við ráð fyr­ir óbreytt­um vöxt­um fram á loka­fjórðung árs­ins en hæg­fara vaxta­hækk­un­ar­ferli eft­ir það,“ seg­ir í grein­ingu Íslands­banka.

Hagspá Lands­bank­ans ger­ir ráð fyr­ir að stýri­vext­ir verði hækkaðir á seinni helm­ingi árs­ins og að meg­in­vext­ir Seðlabanka Íslands verði 1,5% í árs­lok, hækki í 2,5% árið 2022 og verði 2,75% í lok árs 2023. 

„Efna­hags­bat­inn var kröft­ugri á seinni hluta síðasta árs en áður var talið. Sam­kvæmt nýrri þjóðhags­spá Seðlabank­ans sem birt er í maíhefti Pen­inga­mála eru horf­ur á liðlega 3% hag­vexti í ár og yfir 5% hag­vexti á næsta ári. Horf­ur hafa batnað frá fyrri spá bank­ans og vega þar þyngst vís­bend­ing­ar um meiri bata inn­lendr­ar eft­ir­spurn­ar. At­vinnu­leysi hef­ur hjaðnað þótt það sé enn mikið. Slak­inn í þjóðarbú­skapn­um virðist því vera minni og út­lit er fyr­ir að hann hverfi fyrr en áður var talið.

Fram­boðstrufl­an­ir vegna Covid-19-far­sótt­ar­inn­ar hafa hækkað kostnað við að fram­leiða og dreifa vör­um um all­an heim og alþjóðlegt olíu- og hrávöru­verð hef­ur einnig hækkað mikið und­an­farið. Þess­ar hækk­an­ir kunna þó að vera tíma­bundn­ar.

Verðbólga hef­ur því reynst meiri og þrálát­ari en áður var spáð og mæld­ist 4,6% í apríl. Verðbólguþrýst­ing­ur virðist al­menn­ur enda mæl­ist und­ir­liggj­andi verðbólga svipuð og mæld verðbólga. Margt leggst þar á eitt eins og áhrif geng­is­lækk­un­ar krón­unn­ar í fyrra og mikl­ar hækk­an­ir launa og hús­næðis­verðs. Því er nauðsyn­legt að hækka vexti bank­ans til þess að tryggja kjöl­festu verðbólgu­vænt­inga í verðbólgu­mark­miðinu.

Pen­inga­stefnu­nefnd mun beita þeim tækj­um sem hún hef­ur yfir að ráða til að tryggja að verðbólga hjaðni aft­ur í mark­mið inn­an ásætt­an­legs tíma,“ seg­ir í yf­ir­lýs­ingu pen­inga­stefnu­nefnd­ar.

Grein­ing Íslands­banka seg­ir að útlit sé er fyr­ir að vísi­tala neyslu­verðs hækki um 0,4% á milli mánaða. Hins veg­ar mun 12 mánaða verðbólga hjaðna í maí gangi spá deild­ar­inn­ar eft­ir og mæl­ast 4,4%. „Íbúðaverð veg­ur þungt til hækk­un­ar í mánuðinum en mik­ill hiti virðist vera í íbúðamarkaðnum þessa dag­ana. Verðbólga hef­ur reynst þrálát­ari en við höf­um spáð und­an­farið en verðbólgu­horf­ur eru þó all­góðar.“

Sjá nán­ar hér

Hag­fræðideild Lands­bank­ans spá­ir 0,33% hækk­un vísi­töl­unn­ar milli mánaða. Gangi spá­in eft­ir lækk­ar verðbólg­an úr 4,6% í 4,3%.

Sjá nán­ar hér

mbl.is

Bloggað um frétt­ina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK