Rafmyntir hríðfalla eftir ákvörðun Kína

Bitcoin hríðfellur eftir tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum.
Bitcoin hríðfellur eftir tilkynningu frá kínverskum stjórnvöldum. AFP

Verð á bitcoin hefur fallið um 30% í dag eftir að ríkisstjórn Kína gaf til kynna að hún ætlaði að banna allar færslur með rafmynt. Þetta kemur einnig í kjölfar þess að auðjöfurinn Elon Musk gaf í skyn að fyrirtækið hans, rafbílaframleiðandinn Tesla, ætlaði að selja bitcoin-stöðuna sína sem er metin á 1,5 milljarða bandaríkjadala eða um 184 milljarða króna. Einnig tilkynnti rafbílaframleiðandinn í seinustu viku að hann ætlaði að hætta að taka á móti bitcoin sem greiðslu fyrir bíla sem fyrirtækið selur og byrjaði þá verðið að lækka snarlega. 

Verð á bitcoin féll niður fyrir 30.000 bandaríkjadali í dag og er þetta um helmingslækkun frá því þegar rafmyntin náði hámarki sínu í 63.000 bandaríkjadölum um miðjan apríl. Rafmyntamarkaðurinn hefur fylgt lækkun bitcoin og hefur ethereum sem er næststærsta rafmynt heims lækkað um nánast helming síðan verðið náði hámarki í byrjun maí. Sama má segja um flesta aðra rafmynt. 

Bannið kemur í kjölfari þess að kínversk stjórnvöld eru að reyna að koma í veg fyrir peningaþvætti, en kínverskir rafmyntáhugamenn halda þó ró sinni: „Þetta hefur gerst áður og nú er þetta byrjað að gerast á hverju ári, en rafmynt er komin til þess að vera,“ segir Zeng Jiajun fjárfestir.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK