Níu alþingismenn úr þremur flokkum, Sjálfstæðisflokki, Framsóknarflokki og Miðflokki, hafa lagt fram beiðni um skýrslu frá Ríkisendurskoðun sem taka skuli til ákveðinna þátta í starfsemi Samkeppniseftirlitsins. Fyrir beiðninni fer Óli Björn Kárason, formaður efnahags- og viðskiptanefndar þingsins. Lýtur beiðnin einkum að árangri af eftirlitshlutverki SKE og hvernig framkvæmd samrunamála hafi verið háttað á árunum 2018-2020. Í greinargerð með beiðninni kemur fram að framkvæmd samrunamála á vettvangi ESB og í Noregi sé mun skilvirkari en hér á landi. Þannig hafi aðens 2-3% tilkynntra samruna færst í svokallaðan fasa II þar en það ferli kalli á 90 dögum lengri málsmeðferðartíma. Hér sé hlutfallið hins vegar 44% á árabilinu 2017-2020.
Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.