Þriðju hæðinni breytt fyrir milljarð

Til stendur að breyta þriðju hæð Kringlunnar og fjölga veitingastöðum …
Til stendur að breyta þriðju hæð Kringlunnar og fjölga veitingastöðum og annarri afþreyingu. Ljósmynd/Aðsend

Ákveðið hefur verið að endurskipuleggja og breyta þriðju hæð Kringlunnar og er kostnaður áætlaður um milljarður króna. Framkvæmdirnar munu taka eitt og hálft til tvö ár.

Samkvæmt fréttatilkynningu munu framkvæmdir við þriðju hæðina hefjast innan tíðar en á hæðinni mun verða boðið upp á nýbreytni í afþreyingu og veitingum. Þetta verður viðbót við Sambíóin og Borgarleikhúsið. Ævintýralandið fær meðal annars yfirhalningu í þessum breytingum.

World Class opnaði nýverið útibú í suðurhluta Kringlunnar og þjónustuver Kringlunnar, þar sem sækja má netpantanir úr verslunum utan afgreiðslutíma, eru innan svæðisins. Innan skamms verður nýr veitingastaður, Finnsson Bistro, opnaður á svæðinu. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka