„Við höfum öll svakalega mikið vald“

Video Player is loading.
Current Time 0:00
Duration 2:26
Loaded: 0.00%
Stream Type LIVE
Remaining Time 2:26
 
1x
  • Chapters
  • descriptions off, selected
  • subtitles off, selected
  • default, selected

„En við þurf­um öll sem ein­stak­ling­ar og fyr­ir­tæki að skoða hvaða áhrif erum við að hafa á um­hverfi okk­ar, ekki bara fé­lags­leg áhrif held­ur líka um­hverf­isáhrif­in. Við höf­um öll svaka­lega mikið vald. Við get­um ákveðið hvar við versl­um og hvað við versl­um. Við tök­um líka ákv­arðanir um hvernig við hegðum okk­ur, hvað ætl­um við að gera við það sem fell­ur til í starf­sem­inni hjá okk­ur og þess hátt­ar.“

Þetta seg­ir Gréta María Grét­ars­dótt­ir fram­kvæmda­stjóri hjá sjáv­ar­út­vegs­fyr­ir­tæk­inu Brimi í sam­tali í Dag­mál­um. Hún var áður fram­kvæmda­stjóri Krón­unn­ar og hef­ur verið leiðandi við inn­leiðingu sam­fé­lags­ábyrgðar og um­hverf­is­vernd­ar á ólík­um sviðum ís­lensks viðskipta­lífs.

Nærsam­fé­lagið eða stærri mynd­in

Þegar hún er spurð út í þessi viðfangs­efni og hvaða þýðingu þau hafi seg­ir hún:

„Mark­miðið er að hafa áhrif til góðs á sam­fé­lagið sem þú býrð í. Þú get­ur horft á það sem nærsam­fé­lagið þitt eða stækkað mynd­ina og það fer dá­lítið eft­ir því hvar þú starfar.“

Í viðtal­inu bend­ir hún á að á vett­vangi Brims sé lögð áhersla á mæl­an­leika og að hægt sé að fylgj­ast með því hvaða áhrif rekst­ur fyr­ir­tæk­is­ins er í raun að hafa á um­hverfið. Þar séu mörg tæki­færi. Áhuga­vert sé að geta borið sam­an ólík­ar deild­ir eða sam­bæri­leg­ar inn­an fyr­ir­tæk­is­ins og nefn­ir hún sér­stak­lega fisk­veiðiskip­in í því til­liti. For­vitni­legt og gagn­legt sé að bera sam­an ol­íu­notk­un þeirra og hvaða skip standa sig vel og hver ekki.

Gott að keppa til góðs

Hún seg­ir að þótt viðfangs­efnið sé ekki keppni í sjálfu sér þá vilji all­ir keppa og vinna og því geti betr­um­bæt­ur á sviði um­hverf­is­vernd­ar átt sér stað á grund­velli keppni þar sem starfs­fólki er umb­unað fyr­ir góðan ár­ang­ur. Það hafi t.d. reynst vel á vett­vangi Krón­unn­ar þar sem versl­an­ir kepptu sín á milli um flokk­un­ar­hlut­fall rusls.

Gréta María bend­ir einnig á að hjá Brimi séu nú starf­rækt­ar þrjár flokk­un­ar­stöðvar þar sem allt sem fell­ur til við fram­leiðslu fyr­ir­tæk­is­ins, bæði á sjó og í landi, fari í gegn­um flokk­un og reynt sé að há­marka end­ur­vinnslu og nýt­ingu.

Gréta María er gest­ur Stef­áns Ein­ars Stef­áns­son­ar í Dag­mál­um.

Þætt­ir Dag­mála eru opn­ir öll­um áskrif­end­um Morg­un­blaðsins og má nálg­ast þá á mbl.is.

Hægt er að horfa á þátt­inn í heild sinni hér.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka