ASÍ vilji knésetja PLAY

Play brúkar Airbus þotur.
Play brúkar Airbus þotur.

Flug­fé­lagið Play hef­ur sent frá sér yf­ir­lýs­ingu þar sem það gagn­rýn­ir harðlega ásak­an­ir Alþýðusam­bands Íslands í þess garð. Fé­lagið full­yrðir m.a. að ASÍ vilji ekki funda með PLAY, held­ur vilji það  kné­setja PLAY, eins og lesa má í meðfylgj­andi yf­ir­lýs­ingu sem er birt í held neðst hér í frétt­inni. 

„ASÍ hef­ur þegar dregið í land með flest­ar ásak­an­ir sín­ar sem hafa verið hrakt­ar með sjálfs­stæðri vinnu fjöl­miðla, m.a. Viðskipta­blaðsins sem hef­ur einnig und­ir hönd­um kjara­samn­ing Flug­freyju­fé­lag Íslands, sem er aðili að ASÍ. Í um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins og í yf­ir­lýs­ingu Play fyrr í vik­unni er búið að sýna fram á eft­ir­far­andi; Play borg­ar ekki lægstu laun í land­inu eins og ASÍ seg­ir (ASÍ sagði að laun­in væru 260 þúsund í viðtali við Speg­il­inn á RÚV), lægstu grunn­laun flugliða, án vinnu­fram­lags og auka­greiðslna eru um 350 þúsund. Íslenska flug­stétta­fé­lagið er 7 ára gam­alt fé­lag, stofnað áður en Play varð til og var það fé­lag einnig með samn­inga við WOW. ASÍ ber ít­rekað grunn­laun flugliða Play sam­an við heild­ar­laun flugliða Icelanda­ir. Grunn­laun Play eru hins­veg­ar hærri eins og kom fram í um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins (grunn­laun sam­kvæmt kjara­samn­ingi Flug­freyju­fé­lags­ins sem á aðild að ASÍ eru um 210 þúsund). Heild­ar­laun Icelanda­ir fyr­ir flugliða eru hins­veg­ar hærri en hjá Play, það er rétt og hef­ur Play aldrei haldið öðru fram. ASÍ hef­ur haldið fram að launa­tengd­ar greiðslur Play séu ekki sam­kvæmt lög­um, það er rangt og hef­ur al­farið verið hrakið í yf­ir­lýs­ingu Play og sjálf­stæðri um­fjöll­un Viðskipta­blaðsins.

Aðal­atriðið er þetta, kjara­samn­ing­ur­inn við Íslenska flug­stétta­fé­lagið er í takt við al­menn­an vinnu­markað og skil­ar góðum laun­um til starfs­manna þótt al­menn­ur launa­kostnaður fyr­ir­tæk­is­ins sé lægri vegna hagræðing­ar í störf­um flugliða,“ seg­ir meðal ann­ars í yf­ir­lýs­ing­unni en hana er hægt að lesa í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK