ASÍ vilji knésetja PLAY

Play brúkar Airbus þotur.
Play brúkar Airbus þotur.

Flugfélagið Play hefur sent frá sér yfirlýsingu þar sem það gagnrýnir harðlega ásakanir Alþýðusambands Íslands í þess garð. Félagið fullyrðir m.a. að ASÍ vilji ekki funda með PLAY, heldur vilji það  knésetja PLAY, eins og lesa má í meðfylgjandi yfirlýsingu sem er birt í held neðst hér í fréttinni. 

„ASÍ hefur þegar dregið í land með flestar ásakanir sínar sem hafa verið hraktar með sjálfsstæðri vinnu fjölmiðla, m.a. Viðskiptablaðsins sem hefur einnig undir höndum kjarasamning Flugfreyjufélag Íslands, sem er aðili að ASÍ. Í umfjöllun Viðskiptablaðsins og í yfirlýsingu Play fyrr í vikunni er búið að sýna fram á eftirfarandi; Play borgar ekki lægstu laun í landinu eins og ASÍ segir (ASÍ sagði að launin væru 260 þúsund í viðtali við Spegilinn á RÚV), lægstu grunnlaun flugliða, án vinnuframlags og aukagreiðslna eru um 350 þúsund. Íslenska flugstéttafélagið er 7 ára gamalt félag, stofnað áður en Play varð til og var það félag einnig með samninga við WOW. ASÍ ber ítrekað grunnlaun flugliða Play saman við heildarlaun flugliða Icelandair. Grunnlaun Play eru hinsvegar hærri eins og kom fram í umfjöllun Viðskiptablaðsins (grunnlaun samkvæmt kjarasamningi Flugfreyjufélagsins sem á aðild að ASÍ eru um 210 þúsund). Heildarlaun Icelandair fyrir flugliða eru hinsvegar hærri en hjá Play, það er rétt og hefur Play aldrei haldið öðru fram. ASÍ hefur haldið fram að launatengdar greiðslur Play séu ekki samkvæmt lögum, það er rangt og hefur alfarið verið hrakið í yfirlýsingu Play og sjálfstæðri umfjöllun Viðskiptablaðsins.

Aðalatriðið er þetta, kjarasamningurinn við Íslenska flugstéttafélagið er í takt við almennan vinnumarkað og skilar góðum launum til starfsmanna þótt almennur launakostnaður fyrirtækisins sé lægri vegna hagræðingar í störfum flugliða,“ segir meðal annars í yfirlýsingunni en hana er hægt að lesa í heild hér að neðan.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK