Sigurlína nýr stjórnarformaður Solid Clouds

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, nýr stjórnarformaður Solid Clouds
Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir, nýr stjórnarformaður Solid Clouds

Sigurlína Valgerður Ingvarsdóttir hefur tekið við stjórnarformennsku hjá  íslenska tölvuleikjaframleiðandanum Solid Clouds. Kemur þetta fram í tilkynningu frá fyrirtækinu.

Solid Clouds þróar tæknigrunna sem nota má í framleiðslu fjölspilunartölvuleikja en í fyrra var fyrsti leikurinn gefinn út sem ber heitið Starborne Sovereign Space en hann spila rúmlega 400 þúsund manns frá um 150 löndum. Fyrirtækið var stofnað árið 2013 af Stefáni Gunnarssyni, Stefáni Björnssyni og Sigurði Arnljótssyni, fyrrum forstjóra CCP

Sigurlína hefur stýrt framtíðarstefnu EA Sports FIFA
Sigurlína hefur stýrt framtíðarstefnu EA Sports FIFA mbl.is

Hefur unnið við eitt stærsta tölvuleikjamerki sögunnar

Sigurlína er enginn eftirbátur þegar kemur að tölvuleikjaiðnaðinum en hún hefur starfað hjá fyrirtækjum á borð við Ubisoft, EA DICE, EA Sports og Bonfire Studios. Þar hefur hún unnið að og stýrt þróun fjölþekktra leikja á borð við Star Wars Battlefront, auk þess sem hún stýrði framtíðarstefnu EA Sports FIFA, eins stærsta tölvuleikjavörumerki sögunnar.

Hefur Sigurlína verið einnig verið virk í tölvuleikjaiðnaðinum hérlendis en hún var og vann meðal annars sem framleiðandi hjá íslenska fyrirtækinu CCP og var einn af fyrstu stjórnarformönnum Samtaka íslenskra leikjaframleiðenda, IGI.

„Ég er mjög ánægð með að vera sest í stjórn Solid Clouds. Fyrirtækið hefur byggt upp spennandi hugmyndaheim og tæknilegan grunn til frekari tölvuleikjagerðar og hefur metnaðarfullar áætlanir til að sækja fram í þessum geira. Tölvuleikir eru hraðvaxandi markaður á heimsvísu og ég tel að reynsla mín og tengslanet muni nýtast fyrirtækinu vel til að sækja fram í leikjaþróun sinni. Ég sé mikil tækifæri í því að byggja upp sterkan tölvuleikjaiðnað hér á landi og vil leggja mitt af mörkum til þess að svo megi verða,“ segir Sigurlína í tilkynningu Solid Cloud.

Ásamt Sigurlínu eru í stjórn Solid Clouds þau Ólafur Andri Ragnarsson varaformaður, Eggert Árni Gíslason, Guðmundur Ingi Jónsson og Svanhvít Friðriksdóttir. Varastjórn skipa Þorlákur Traustason, Heimir Þorsteinsson og Ársæll Valfells.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK