Nýráðnir starfsmenn Play fá um 500 þúsund krónur í laun

Flugfélagið sagði ASÍ reyna að knésetja PLAY með ásökunum.
Flugfélagið sagði ASÍ reyna að knésetja PLAY með ásökunum.

Lágmarkslaun lægsta taxta flugliða flugfélagsins PLAY eru um 350 þúsund krónur, án vinnuframlags og aukagreiðslna, ekki 260.000 krónur eins og Alþýðusamband Íslands hefur haldið fram. Þetta kemur fram í yfirlýsingu frá Play.

Þar segir jafnframt að heildartekjur nýráðinna séu um 500 þúsund krónur í meðalmánuði og að fyrir reyndan starfsmann gætu föst laun verið allt að 450 þúsund krónur án vinnuframlags.

„Félagið lauk nýverið hlutafjárútboði þar sem breiður hópur fagfjárfesta fjárfesti fyrir um 6 milljarða króna í félaginu. Þessi fjárfesting var gerð í kjölfarið á faglegri áreiðanleikakönnun þar sem öll aðalatriði rekstursins voru könnuð gaumgæfilega eins og vera ber í svona stórum verkefnum. Þar með talið voru kjarasamningar enda var það algjörlega skýrt af hálfu allra þessara aðila að þau mál þyrftu að vera fullkomlega í takt við lög og reglur. Þessi atriði voru því sérstaklega rannsökuð af sérfræðingum í kjaramálum,“ segir í yfirlýsingunni í Morgunblaðinu í dag.

Þar kemur fram að kjarasamningurinn sem Íslenska flugstéttafélagið hafi upprunalega gert við PLAY hafi vegna lífskjarasamninga tekið breytingum í kjölfar fyrrnefndrar vinnu.

Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Nánar um málið
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK