Amazon ákært fyrir samkeppnisbrot

AFP

Karl Racine saksóknari í Washington D.C. hefur höfðað samkeppnisbrotamál á hendur tækni- og smásölurisanum Amazon vegna misnotkunar á markaðsráðandi stöðu.

Racine sagði að Amazon hefði brotið í bága við lög ríkisins með því að misnota og viðhalda einokunarstöðu sinni með því að stjórna verðlagi þvert á vefmarkaði. Amazon hefði einnig hámarkað gróðann með því að neyða neytendur til að greiða óeðlilega hátt verð og hóta að fjarlægja seljendur ef þeir seldu vörurnar sínar á lægra verði en þeim þóknaðist. Þetta kemur fram á vef CNBC.


Amazon ræður yfir 50-70% af netsölu í Bandaríkjunum sem saksóknari Washington segir orsaka hærri verðlagningu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK