Hagar kaupa í Lemon og ætla að fjölga stöðum

Finnur Oddsson forstjóri Haga og Jóhanna Soffía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Lemon.
Finnur Oddsson forstjóri Haga og Jóhanna Soffía Birgisdóttir framkvæmdastjóri Lemon. Ljósmynd/Aðsend

Hagar hafa keypt helmingshlut í Djús ehf. sem á og rekur veitingastaðina Lemon. Undir merkjum félagsins eru reknir sjö staðir, þrír á höfuðborgarsvæðinu og fjórir á Norðurlandi undir nytjaleyfi. Samhliða kaupunum áforma Hagar að opna veitingastaði undir merkjum Lemon á þjónustustöðvum Olís og skoða með sölu á vörum frá Lemon í verslunum Haga.

Í tilkynningu vegna kaupanna er haft eftir Finni Oddssyni, forstjóra Haga, að hann sé spenntur fyrir kaupunum. Horft sé til breyttrar neysluhegðunar viðskiptavina með auknum áhuga á hollari valkostum. „Á næstu mánuðum stefnum við að því að opna veitingastaði Lemon á þjónustustöðvum Olís og kanna samhliða möguleika á sölu vara frá Lemon í verslunum Haga,“ er haft eftir honum.

Haft er eftir Jóhönnu Soffíu Birgisdóttur, framkvæmdastjóra Lemon, að með aðkomu Haga sé félagið vel í stakk búið til að fjölga veitingastöðum undir merkjum félagsins.

Í ársreikningi fyrir árið 2019 kemur fram að velta félagsins hafi verið 340 milljónir það ár og ársverk hafi verið 22. Hluthafar Djúss ehf eru félögin Spicy ehf. með rúmlega 68%, Foss fjármál ehf. með 24% og Málaraverktakar ehf. með tæplega 8%. Eigendur Spicy eru Sveinberg Gíslason, Jóhanna Soffía Birgisdóttir og Unnur Guðríður Indriðadóttir. Eigandi Foss fjármála er Snorri Arnar Viðarsson og eigandi Málaraverktaka er einnig fyrrnefndur Sveinberg.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK