Skandinavíska flugfélagið SAS hefur gefið út að það hyggist hefja beint flug milli Kaupmannahafnar og Keflavíkur 14. júní næstkomandi. Upplýsingafulltrúi ISAVIA staðfestir að í gær hafi félagið tilkynnt flugvellinum þessi áform sín. Fyrst í stað verður flogið milli vallanna þrisvar í viku en að frá og með 27. júní verði ferðunum fjölgað í sex í viku hverri. Upplýsir völlurinn að alla jafna sé gert ráð fyrir vélum félagsins inn til lendingar kl. 9.45 að morgni og að þær fari að nýju í loftið á leið til Kaupmannahafnar kl. 10.30.
Þá hefur finnska flugfélagið Finnair gefið út að það hyggist beina vélum sínum til Keflavíkur nú í sumar en Isavia hefur ekki upplýsingar um hvenær það verður eða hver tíðni ferðanna verður.