Selja ráðgátuna að baki hellunum

Árni Freyr Magnússon rekur sögu hellanna fyrir gestum fyrr í …
Árni Freyr Magnússon rekur sögu hellanna fyrir gestum fyrr í þessum mánuði. Í þessum helli er m.a. útgrafinn kross. Morgunblaðið/Baldur

Hugmyndir eru um að kortleggja betur manngerða hella við Hellu og nota upplýsingarnar til að styrkja þá í sessi sem ferðamannastað. Kenningar eru um að þar hafi verið þéttbýlt til forna, jafnvel fyrir ætlað landnám norrænna manna.

Árni Freyr Magnússon, einn af forsvarsmönnum Hellanna við Hellu, segir fyrirspurnum hafa fjölgað erlendis frá eftir að ferðamönnum tók að fjölga á ný. „Við höfum verið að fá meira af fyrirspurnum bæði erlendis frá og frá Íslendingum. Við byrjuðum að bjóða upp á ferðir í janúar 2020, rétt fyrir kórónuveirufaraldurinn, og því var lítið um erlenda ferðamenn í fyrra en flestir gestir okkar hafa verið Íslendingar og við höfðum vart undan að taka á móti þeim í fyrrasumar,“ segir Árni Freyr.

Við bæjardyrnar á Hellu

Hellarnir við Hellu eru manngerðir hellar við bæinn Ægissíðu, steinsnar frá brúnni yfir Ytri-Rangá við Hellu. Fyrirtækið er merkt með ensku nafni sínu, Caves of Hella, og er með móttöku við þjóðveginn. Fjórir hellar eru nú til sýnis. Tveir þeirra eru samtengdir með göngum. Þriðji hellirinn er mun minni og er enn notaður sem geymsla. Fjórði hellirinn er við gamla bæjarstæðið á Ægissíðu 1 og í honum er að finna stórmerkan kross, að sögn Árna Freys, og veggjaristur.

Hellarnir séu fyrst og fremst markaðssettir á félagsmiðlum.

„Við eigum líka í góðu samstarfi við hótelin í nærsamfélaginu á Hellu og það hjálpar mikið að fá gesti í gegnum þau. Við finnum fyrir fjölgun erlendra ferðamanna á hótelunum. Margir hafa sagt okkur að forleikurinn sé að láta það spyrjast út meðal erlendra ferðamanna að staðurinn sé vinsæll meðal heimamanna. Þannig að við vonum það besta,“ segir Árni Freyr.

Hann segir gestina skiptast í tvo hópa. „Annars vegar kemur til okkar fólk sem ætlar sér að koma og veit af okkur og langar til að kynnast þessari sögu. Svo er það fólkið sem er að gista á Hellu og áttar sig á að þarna sé afþreying og langar að koma. Þessir gestir eru í uppáhaldi hjá mér því hellarnir koma þeim oft svo skemmtilega á óvart. Eða eins og einn ferðamaðurinn orðaði það: „Við vissum að við værum að fara að skoða eitthvað neðanjarðar en ekki að það væri svona áhugaverð saga þar að baki.““

Lestu ítarlega umfjöllun í ViðskiptaMogganum í dag.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK