Hlutabréf í GameStop og AMC, ásamt öðrum svokölluðum „jarmhlutabréfum“ (e.meme stocks), hafa hækkað verulega síðan í byrjun vikunnar. Áhugafjárfestar á undirvefsíðunni /wallstreetbets, sem er á samfélagsmiðlinum Reddit, hafa fengið heiðurinn af þessari hækkun þar sem þeir hafa stöðugt verið að kaupa bréfin á seinustu mánuðum.
Mikil skortsstaða er í fyrirtækjunum og hefur myndast það sem er kallað „short squeeze“. Þurfa fjárfestar sem tóku skortsstöðu í fyrirtækjunum að kaupa bréfin tilbaka, en það skapar aukna eftirspurn sem hefur leitt til þess að þau byrja hækka. Notendur wallstreetbets hafa hins vegar ekki viljað selja og skortur er á bréfum sem leiðir til frekari hækkunar á þeim.
Á síðustu mánuðum hafa áhugafjárfestarnir sett áherslu á stöður gegn stórum vogunarsjóðum sem hafa tapað mörgum milljarða bandaríkjadala vegna skortsstöðu sinnar í nokkrum fyrirtækjunum. Bara á þriðjudaginn í þessari viku er talið að nokkrir vogunarsjóðir hafa tapað um 750 milljón bandaríkjadölum á skortsstöðum sínum.
Bréfin hafa farið upp og niður allt árið en spár áhugafjárfestanna á /wallstreetbets virðast verða að veruleika ef bréfin halda áfram að hækka, en þeir spá því að bréfin munu ná hæstu hæðum í byrjun júní.