Andrea nýr formaður UAK

Frá vinstri: Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Inga María Hjartardóttir, Bjarklind …
Frá vinstri: Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann, Inga María Hjartardóttir, Bjarklind Björk Gunnarsdóttir, Kristín Sverrisdóttir, Kristjana Björk Barðdal, Guðrún Valdís Jónsdóttir og Andrea Gunnarsdóttir (formaður). Ljósmynd/Aðsend

Andrea Gunnarsdóttir er nýr formaður Ungra athafnakvenna, UAK. Þetta er í fyrsta skipti í sögu félagsins sem nýr formaður er kjörinn á aðalfundi en hann fór fram í gær í Grósku.

„Á starfsárinu sem er að líða höfum við unnið að því að vera hluti af breytingunni og lagt okkar af mörkum í átt að bættu samfélagi þar sem öll kyn standa jafnfætis. Það er mér sannur heiður að fá að leiða félagið áfram í þeirri vegferð og lít ég björtum augum til framtíðar ungra kvenna í atvinnulífinu," segir Andrea í tilkynningu frá félaginu.

Kosið er til tveggja ára en þær sem hlutu kjör eru Guðrún Valdís Jónsdóttir, Katrín Sigríður Þorsteinsdóttir Bachmann og Kristín Sverrisdóttir. Ásamt nýkjörnum stjórnarkonum skipar stjórn UAK 2021-2022 þær Andreu Gunnarsdóttur, Bjarklindi Björk Gunnarsdóttur, Ingu Maríu Hjartardóttur og Kristjönu Björk Barðdal.

Markmið UAK er að stuðla að jafnrétti, hugarfarsbreytingu og framþróun í samfélaginu. „Þrátt fyrir að heimsfaraldurinn hafi sett strik í reikninginn þá héldum við uppteknum hætti og héldum 17 viðburði. Félagskonur eru á fjórða hundrað sem undirstrikar þörfina fyrir félagi sem þessu,” segir Andrea.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka