Ernst & Young gerir úttekt á Init fyrir lífeyrissjóði

Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri.
Sólveig Anna Jónsdóttir formaður Eflingar og Viðar Þorsteinsson framkvæmdastjóri. mbl.is/Eggert Jóhannesson

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur samið við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að gera úttekt á viðskiptum við Init, en fyrirtækið hefur haldið utan um tölvu­kerfi líf­eyr­is­sjóða og stétt­ar­fé­laga til margra ára.

Fjallað var um starf­semi fyr­ir­tæk­is­ins í frétta­skýr­ingaþætt­in­um Kveik á RÚV í apríl, en í þætt­in­um kom fram að stétt­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóðir hefðu um ára­bil greitt háar fjár­hæðir fyr­ir rekst­ur kerf­is­ins. Af árs­reikn­ing­um fé­lags­ins að dæma virðast tug­ir millj­óna hins veg­ar hafa verið færðar inn í sér­stakt fé­lag, Init-rekst­ur, sem þó hef­ur alls eng­an rekst­ur og arður greidd­ur út úr því fé­lagi.

Í kjölfarið hvatti stjórn Eflingar Gildi lífeyrissjóð, sem er stærsti eigandi Reiknistofu lífeyrissjóða, að setja af stað óháða rannsókn á samstarfinu við Init. Í tilkynningu frá Eflingu segir að á þriðjudaginn hafi Árni Guðmundsson, framkvæmdastjóri Gildis, upplýst Eflingu um að búið væri að semja við Ernst & Young.

Efling segist hins vegar síður en svo sátt með þá niðurstöðu. „. Sú ákvörðun fullnægir ekki á nokkurn hátt þeirri eðlilegu kröfu að trúverðugur og óháður aðili vinni umrædda úttekt. Ernst & Young er hagnaðardrifið einkafyrirtæki sem hefur hag af því að framleiða niðurstöðu sem styggir ekki verkkaupa,“ segir í tilkynningu Eflingar.

Þá segir jafnframt í tilkynningunni að athafnir lífeyrissjóðanna sem standa á bak við Reiknisstofuna stangist á við yfirlýsingar sem komu fram beint í kjölfar umfjöllunar Kveiks. Vísar Efling meðal annars til orða Ólafs Sigurðssonar, framkvæmdastjóra Birtu lífeyrissjóðs og stjórnarmanns í Reiknistofunni um að veittur verði aðgangur að öllum gögnum um málið. Hins vegar hafi hann nokkrum dögum síðar neitað Viðari Þorsteinssyni um aðgang að samningi Reiknistofunnar við Init.

Sakar Efling lífeyrissjóðina um að ætla að „halda leyndarhjúpi yfir gögnum og upplýsingum tengt samstarfi sínu við Init og ætla að víkja sér undan heiðarlegri rannsókn.“

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK