Fengu 12 milljónir upp í 11 milljarða kröfu

Félagið A1988, áður Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands og þar áður Avion …
Félagið A1988, áður Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands og þar áður Avion Group, hefur verið tekið til gjaldþrotaskipta en félagið lýsti yfir gjaldþroti 3. mars síðastliðinn.

Aðeins ein gild krafa barst í þrotabú gamla Eimskips en það er krafa frá íslenska ríkinu vegna vangoldinna skatta upp á rúmlega 11 milljarða króna. Uppistaða kröfunnar voru uppsafnaðir vextir, um 7 milljarðar króna, en höfuðstóllinn nam um 4 milljörðum.

Einu skráðu eignir félagsins voru bankareikningar sem stóðu í tæpum 14 milljónum króna. Skiptakostnaður nam um tveimur milljónum króna og því hlutust um 12 milljónir króna upp í 11 milljarða kröfu íslenska ríkisins í þrotabúið eða um 0,1%.

Krítískur nauðasamningur

Félagið sem um ræðir, A1988, er í raun Avion Group hf. sem keypti ráðandi hlut í Eimskipafélaginu vorið 2005 en Avion var á þeim tíma umfangsmikið í flugrekstri og rak þá meðal annars flugfélögin Air Atlanta og XL Leisure Group. Nafni félagsins var árið 2006 breytt í Hlutafélagið Eimskipafélag Íslands.

Í upphafi árs 2008 voru skuldir félagsins orðnar verulegar af ástæðum tengdum rekstri flugfélaganna tveggja en XL Leisure Group var selt í lok árs 2006 og Air Atlanta ári síðar. Salan skildi þó eftir gríðarlegar ábyrgðir í móðurfélaginu og haustið 2008 var ljóst að félagið væri á leið í þrot. 

Árið 2009 var ákveðið að hagstæðara væri fyrir kröfuhafa að gera nauðasamning í stað þess að taka félagið til gjaldþrotaskipta en það hefði auk þess lengt ferlið til margra ára. Reksturinn var því fluttur í nýtt félag, sem heitir í dag Eimskip Íslands hf. Voru kröfuhöfunum afhent hlutabréf í nýja félaginu en áætla mátti að þannig fengju kröfuhafar 11,9% af kröfum sínum hver um sig í stað 2,1%.

Nauðasamningurinn varð þó til þess, sem aðilar sáu ekki fyrir, að fram komu miklar skattakröfur sem vísað var til dómstóla og lauk loks með þeirri niðurstöðu að lagðir voru fyrir tekjuskattar auk annarra gjalda að upphæð samtals rúmir fjórir milljarðar íslenskra króna auk vaxta, um sjö milljarða króna, alls 11 milljarðar.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka