N1 hefur ráðið Bjarka Má Flosason í nýtt starf þróunarstjóra stafrænna lausna. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Bjarki Már er með BSc-gráðu í alþjóðamarkaðsfræði og starfaði m.a. áður sem markaðsstjóri Kreditkorta og þróunarstjóri greiðslulausna Íslandsbanka.
Hann mun nú vinna að áframhaldandi þróun á stafrænum þjónustulausnum fyrir viðskiptavini N1. Má þar nefna þróun á þjónustuappi, áframhaldandi þróun vefverslunar og verkefni á sviði orkuskipta, að því er segir í tilkynningunni.