Elvar Orri framkvæmdastjóri Verkfæris

Elvar Orri er nýr framkvæmdastjóri Verkfæra.
Elvar Orri er nýr framkvæmdastjóri Verkfæra. Ljósmynd/Aðsend

Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Verkfæra ehf. Hann mun starfa við hlið Ólafs Baldurssonar, forstjóra og eiganda fyrirtækisins.

Elvar Orri er með Bsc. gráðu í viðskiptafræði og MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá HR. Hann hefur einnig aflað sér réttinda til verðbréfamiðlunar.

Áður en Elvar kom til Verkfæra starfaði hann hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, sem sérfræðingur í upplýsingamiðlun og greiningum. Áður en hann réði sig til starfa hjá SFF starfaði hann hjá greiningardeild Íslandsbanka, á fyrirtækjasviði og viðskipta- og þróunarsviði. 

Ólafur Baldursson, forstjóri Verkfæra segir mikilvægt að fá Elvar Orra til fyrirtækisins.

Ólafur Baldursson er forstjóri verkfæra.
Ólafur Baldursson er forstjóri verkfæra. mbl.is/Eggert Jóhannesson

„Elvar er mikill liðsstyrkur fyrir okkur. Hann mun hjálpa okkur að grípa þau tækifæri sem félagið stendru frammi fyrir á þesum tímapunkti ásamt því að efla starfsemina í heild sinni til framtíðar.“

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka