Elvar Orri Hreinsson hefur verið ráðinn framkvæmdastjóri Verkfæra ehf. Hann mun starfa við hlið Ólafs Baldurssonar, forstjóra og eiganda fyrirtækisins.
Elvar Orri er með Bsc. gráðu í viðskiptafræði og MSc. gráðu í fjármálum fyrirtækja frá HR. Hann hefur einnig aflað sér réttinda til verðbréfamiðlunar.
Áður en Elvar kom til Verkfæra starfaði hann hjá Samtökum fjármálafyrirtækja, sem sérfræðingur í upplýsingamiðlun og greiningum. Áður en hann réði sig til starfa hjá SFF starfaði hann hjá greiningardeild Íslandsbanka, á fyrirtækjasviði og viðskipta- og þróunarsviði.
Ólafur Baldursson, forstjóri Verkfæra segir mikilvægt að fá Elvar Orra til fyrirtækisins.
„Elvar er mikill liðsstyrkur fyrir okkur. Hann mun hjálpa okkur að grípa þau tækifæri sem félagið stendru frammi fyrir á þesum tímapunkti ásamt því að efla starfsemina í heild sinni til framtíðar.“