Hilmar nýr formaður Landssamtaka lífeyrissjóða

Hilmar Harðarson, nýr formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða.
Hilmar Harðarson, nýr formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða. Ljósmynd/Aðsend

Hilmar Harðarson, stjórnarmaður í Lífeyrissjóðnum Birtu, var kjörinn formaður stjórnar Landssamtaka lífeyrissjóða að loknum aðalfundi samtakanna í gær. Þetta kemur fram á vef Landssamtaka lífeyrissjóða. Hilmar tekur við að Guðrúnu Hafsteinsdóttur hjá Lífeyrissjóði verzlunarmanna. 

Í tilkynningunni kemur einnig fram að árið 2019 hafi verið mjög gott ávöxtunarár eigna íslenskra lífeyrissjóða. Þá hafði Covid-19 ekki eins mikil áhrif á ávöxtunina árið 2020 líkt og haldið var, einkum vegna góðrar ávöxtunar erlendra eigna. Innlendar eignir skiluðu líka góðri ávöxtun.

Ávöxtun lífeyrissjóða landsmanna var 9,4% að jafnaði á árinu 2020 og eignir sjóðanna í lok ársins 2020 voru 5.715 milljarðar eða sem svarar til tvöfaldrar landsframleiðslu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka