Rammagerðin opnar í Hörpunni

Rammagerðin mun opna verslun á jarðhæð Hörpu í sumar.

Í tilkynningu kemur fram að verslunin verði vettvangur fyrir íslenskra hönnuði til að koma hönnun sinni á framfæri í listrænu og lifandi rými. Basalt arkitektar munu sjá um hönnun rýmisins, sem er staðsett á austurhlið jarðhæðarinnar.

Harpa auglýsti eftir áhugasömum rekstraraðilum í ýmis rými á jarðhæð hússins síðasta haust. Valnefnd fór yfir niðurstöðurnar og var ákveðið að ganga til samninga við Rammagerðina. Gert er ráð fyrir að verslunin opni í tæka tíð fyrir Menningarnótt í sumar.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka