The Engine fjölgar starfsfólki

Þau Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero hafa verið ráðin …
Þau Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero hafa verið ráðin til starfa hjá The Engine.

Stafræna markaðsstofan The Engine, sem er dótturfyrirtæki Pipar\TBWA, hefur bætt við nýju starfsfólki. Þau Daria Podenok og Carlos Prieto Casquero hafa gengið til liðs við markaðsstofuna og hafa bæði þegar hafið störf.

Daria Podenok  er samfélagsmiðlasérfræðingur (Paid Social Manager). Hún er með M.A. í blaðamennsku frá Ríkisháskólanum í Moskvu (Moscow State University). Hún starfaði áður sem markaðsstjóri hjá Guide to Iceland 2019-2020 og þar áður hjá Digital Strategist hjá Dentsu í Rússlandi 2015-2019, að því er kemur fram í tilkynningu. 

Carlos Prieto Casquero er sérfræðingur í stafrænni markaðssetningu (Performance Marketing Manager). Hann er með M.A. í sögu og norrænni bókmenntafræði frá Háskólanum í Tübingen í Þýskalandi. Hann starfaði áður hjá Snælandi Grímssyni ehf. 2017-2020. Hann starfaði þar við sölu, vefumsjón, og hafði umsjón með leitarherferðum hjá fyrirtækinu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka