Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt sig frá samnignum við Init hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Reiknistofunnar.
Init hf. hefur séð um rekstur og þróun á lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfinu Jóakim. Samið var við endurskoðunarfyrirtækið Ernst & Young um að gera úttekt á viðskiptum við Init, eftir umfjöllun fréttaskýringaþáttarins Kveiks á RÚV í apríl.
Í þættinum kom fram að stéttarfélög og lífeyrissjóðir hefðu um árabil greitt háar fjárhæðir fyrir rekstur kerfisins. Af ársreikningum félagsins að dæma virðast tugir milljóna hins vegar hafa verið færðar inn í sérstakt félag, Init-rekstur, sem þó hefur alls engan rekstur og arður greiddur út úr því félagi
Fram kemur í tilkynningu Reiknistofunnar að Jóakim sem lykilkerfi í starfi þeirra lífeyrissjóða og stéttarfélaga sem nota kerfið. Þess vegna hafi við uppsögn samningsins verið lögð áhersla á áframhaldandi rekstur þess næstu mánuði meðan Reiknistofa lífeyrissjóða tekur ákvörðun um næstu skref.
Ennfremur hefur Almar Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða og hefur hann þegar hafið störf.