Segja upp samningum við Init hf.

Almar Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða.
Almar Guðmundsson, nýr framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða. mbl.is/Árni Sæberg

Reiknistofa lífeyrissjóða hefur sagt sig frá samnignum við Init hf. Þetta kemur fram í tilkynningu frá stjórn Reiknistofunnar. 

Init hf. hefur séð um rekstur og þróun á lífeyris-, iðgjalda- og verðbréfakerfinu Jóakim. Samið var við end­ur­skoðun­ar­fyr­ir­tækið Ernst & Young um að gera út­tekt á viðskipt­um við Init, eftir umfjöllun frétta­skýr­ingaþáttarins Kveiks á RÚV í apríl. 

Í þætt­in­um kom fram að stétt­ar­fé­lög og líf­eyr­is­sjóðir hefðu um ára­bil greitt háar fjár­hæðir fyr­ir rekst­ur kerf­is­ins. Af árs­reikn­ing­um fé­lags­ins að dæma virðast tug­ir millj­óna hins veg­ar hafa verið færðar inn í sér­stakt fé­lag, Init-rekst­ur, sem þó hef­ur alls eng­an rekst­ur og arður greidd­ur út úr því fé­lagi

Jóakim lykilkerfi í rekstri lífeyrissjóða 

Fram kemur í tilkynningu Reiknistofunnar að Jóakim sem lykilkerfi í starfi þeirra lífeyrissjóða og stéttarfélaga sem nota kerfið. Þess vegna hafi við uppsögn samningsins verið lögð áhersla á áframhaldandi rekstur þess næstu mánuði meðan Reiknistofa lífeyrissjóða tekur ákvörðun um næstu skref.

Ennfremur hefur Almar Guðmundsson verið ráðinn framkvæmdastjóri Reiknistofu lífeyrissjóða og hefur hann þegar hafið störf.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK