Samkomulag G7 um fjármagnstekjuskatt í höfn

Leiðtogar samankomnir í Lundúnum í dag.
Leiðtogar samankomnir í Lundúnum í dag. AFP

G7-löndin svokölluðu, sjö helstu iðnríki heims, hafa komist að sögulegu samkomulagi um samræmdan fjármagnstekjuskatt, þannig að alþjóðleg fyrirtæki greiði hvergi lægri en 15% af tekjum sínum í skatta. 

BBC greinir frá. 

Fjármálaráðherrar landanna sjö funda í dag í Lundúnum þar sem komist var að samkomulaginu. Skattasamkomulagið gæti haft áhrif á tæknirisa á borð við Amazon og Google.

Aðgerðin gæti orðið til þess að tekjustreymi ríkissjóða landanna ykist verulega, þar sem mikil lántaka hefur verið allt frá upphafi heimsfaraldursins. 

Ríkin sjö eru: Bandaríkin, Bretland, Frakkland, Þýskaland, Kanada, Ítalía og Japan. Talið er að þessi aðgerð muni einnig valda þrýstingi á fleiri lönd að taka upp svipað fyrirkomulag og að sambærileg tillaga verði rædd á meðal G20-ríkjanna.

mbl.is

Bloggað um fréttina

Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK