Óska kyrrsetningar á eignum 105 Miðborgar

Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða …
Í málinu er deilt um frágang á annað hundrað íbúða á Kirkjusandi. Baldur Arnarson

Verktakafyrirtækið ÍAV hefur óskað eftir kyrrsetningu á eignum fagfjárfestasjóðsins 105 Miðborgar slhf., sem er í stýringu hjá Íslandssjóðum, dótturfélagi Íslandsbanka, og samstarfsaðila sjóðsins, 105 Miðborg ehf., vegna uppbyggingar félaganna á Kirkjusandsreitnum í Reykjavík.

Þetta kemur fram í útboðslýsingu Íslandsbanka vegna hlutafjárútboðs bankans sem hófst á mánudaginn.

Þóroddur Ottesen Arnarson forstjóri ÍAV staðfestir í samtali við ViðskiptaMoggann að kyrrsetningarbeiðnin hafi verið lögð fram og sé nú í ferli hjá sýslumanni sem hafi samþykkt að taka hana fyrir.

Beiðnin snúist um að tryggja að einhverjar eignir verði til í félaginu til að standa straum af skaðabótagreiðslum þegar niðurstaða í dómsmáli sem ÍAV hefur höfðað gegn félögunum liggur fyrir.

Efasemdir um eignir

Heimildir ViðskiptaMoggans herma að efasemdir séu uppi um hvort einhverjar eignir verði þá eftir í 105 Miðborg slhf.

105 Miðborg rifti samningi sínum við ÍAV fyrr á þessu ári en meðal ágreiningsefna milli aðila er frágangur á annað hundrað íbúða sem reistar voru á Kirkjusandi en 105 Miðborg telur að galli hafi verið á þeim. Segir sjóðurinn að nú þegar sé búið að ljúka meirihluta úrbóta á íbúðunum og að nýir verktakar muni ljúka því verki eins hratt og kostur er.

Eins og fram hefur komið í yfirlýsingu frá ÍAV hefur fyrirtækið ekki fengið neitt greitt fyrir vinnu sína frá því í nóvember á síðasta ári og krefst ÍAV nú rúmlega 3,8 milljarða króna í skaðabætur auk greiðslna vegna lögfræðikostnaðar. 105 Miðborg hefur gagnstefnt ÍAV fyrir sömu upphæð.

Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK