Sex milljarðar í línuframkvæmdir

Línurnar eru hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem ætlað er …
Línurnar eru hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem ætlað er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og afhendingaröryggi rafmagns. Myndin er úr safni. mbl.is/Þorgeir

Landsnet og Norræni fjárfestingarbankinn (NIB) hafa skrifað undir lánasamning að fjárhæð 50 milljónir bandaríkjadala, um sex milljarðar króna, til að fjármagna framkvæmdir við Kröflulínu 3 og Hólasandslínu 3.

Línurnar eru hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem ætlað er að bæta orkunýtingu, auka flutningsgetu og afhendingaröryggi rafmagns, ekki bara á svæðinu sem línurnar liggja um heldur einnig fyrir flutningskerfið í heild sinni, að því er Landsnet greinir frá í tilkynningu. 

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsnets, segir lánið mjög hagstætt, sé á föstum vöxtum og til tíu ára.

Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsnets.
Guðlaug Sigurðardóttir, framkvæmdastjóri fjármálasviðs Landsnets.

„Það er ánægjulegt að það hafi gengið eftir að semja við Norræna fjárfestingarbankann um lán til að fjármagna tvö af okkar stærstu og mikilvægustu verkefnum í dag, Kröflulínu 3, sem er tenging á milli Kröflu og Fljótsdals, og Hólasandslínu 3 á milli Akureyrar og Hólasands. Línurnar eru hluti af nýrri kynslóð byggðalínu sem ætlað er að leggja grunninn að grænni orkunýtingu. Framkvæmdir við línurnar ganga vel og hefur það verið áskorun að halda áætlun á tímum heimsfaraldurs þar sem við erum mjög háð birgjum og réttri og öruggri afhendingu á vörum og þjónustu. Okkar verkefni hjá Landsneti er að sjá öllum landshlutum fyrir öruggu rafmagni. Uppbygging, eins og nú stendur yfir, krefst mikillar skipulagningar og samræmingar auk þess sem við leitumst stöðugt við að þróa flutningskerfið áfram á eins hagkvæman hátt og mögulegt er. Samningur sem við skrifuðum undir við Norræna fjárfestingarbankann er hagstæður og eykur hagkvæmni gagnvart viðskiptavinum okkar,“ er haft eftir Guðlaugu.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka