Krauma hefur framleiðslu á rafmagni

Náttúrulaugarnar Krauma í Borgarfirði hafa byrjað að framleiða rafmagn úr …
Náttúrulaugarnar Krauma í Borgarfirði hafa byrjað að framleiða rafmagn úr heitu vatni í Deildartunguhver.

Náttúrulaugarnar Krauma í Borgarfirði hafa byrjað að framleiða rafmagn úr heitu vatni í Deildartunguhver. Sett hefur verið upp smávirkjun sem framleiðir 40 kW af rafmagni. Krauma mun sjálf nýta hluta af rafmagninu en selur umframrafmagn til Orkusölunnar og fer það í gegnum rafdreifikerfi RARIK.

„Krauma er fullkominn staður til þess að sýna fram á notagildi vélarinnar enda nota jarðvarmaböðin á staðnum vökva úr öflugasta hver Evrópu, Deildartunguhver. Með hitann í jarðvarmavökvanum að vopni má framleiða nægilega orku til þess að sjá Krauma fyrir rafmagni ásamt því að hjálpa til við að kæla jarðvarmavökvann áður en hann fer í böðin, sem einnig sparar notkun kalds vatns. Því mun uppsetning smávirkjunarinnar hjá Krauma auka sjálfbærni baðanna til muna á grænan og umhverfisvænan hátt,“ segir Jónas Friðrik Hjartarson, framkvæmdastjóri Krauma, í samtali við ViðskiptaMoggann.

Smávirkjunin er framleidd af franska fyrirtækinu Enogia. „Það eru heitar uppsprettur á nokkrum stöðum í Borgarfirði og ef þetta verkefni gengur vel og verður hagstætt þá verður möguleiki á að framleiða rafmagn hér fyrir fyrirtæki og stofnanir,“ segir Jónas.

Lestu meira um málið í ViðskiptaMogganum í dag.

Kostnaðurinn við framkvæmdina er á bilinu 25 – 30 milljónir …
Kostnaðurinn við framkvæmdina er á bilinu 25 – 30 milljónir króna.
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Þessi grein birtist
í Morgunblaðinu
Áskrifendur:
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK