Ný vefverslun með áfengi

Sverrir segir að vörurnar séu keyptar víða í Evrópu.
Sverrir segir að vörurnar séu keyptar víða í Evrópu. mbl.is/Colourbox

Vef­versl­un­in Nýja Vín­búðin hóf ný­verið sölu á áfengi. Um er að ræða breska vef­versl­un í eigu fé­lags­ins 55 Ma­yf­a­ir On­line ltd. Það fé­lag er þó al­farið í eigu Íslend­ings, en Sverr­ir Ein­ar Ei­ríks­son at­hafnamaður er skráður 100% eig­andi fé­lags­ins. Þetta staðfest­ir hann í sam­tali við mbl.is.

„Þetta er bara bresk vef­versl­un sem sel­ur vín og send­ir heim að dyr­um.“

Sverr­ir seg­ir að vör­urn­ar séu keypt­ar víða í Evr­ópu og í Am­er­íku og síðan send­ar heim að dyr­um, hvort sem er á Íslandi eða ann­ars staðar í Evr­ópu.

Eins og fjallað var um fyr­ir tveim­ur vik­um voru viðbrögð ÁTVR við net­versl­un San­tew­ines SAS frem­ur hörð og hótað var aðgerðum, svo sem lög­banni. Sverr­ir hef­ur ekki telj­andi áhyggj­ur af viðbrögðum ÁTVR vegna Nýju Vín­búðar­inn­ar.

„Ég veit bara ekki hvað þeir ættu að gera, þeir hafa enga lög­sögu hér í Bretlandi. Mér skilst að það séu um 193 þúsund vef­versl­an­ir með vín, varla ætla þeir að loka þeim öll­um.“

Stefna á meira úr­val en hjá ÁTVR

Fram kem­ur á heimasíðu vef­versl­un­ar­inn­ar að stefnt sé að því að bjóða neyt­end­um upp á vör­ur á betri kjör­um en finn­ast hér heima og ít­rek­ar Sverr­ir þetta.

„Ég sé að San­te ætl­ar að bjóða upp á mik­inn af­slátt af sín­um vör­um og við verðum eng­ir eft­ir­bát­ar þar. Við vilj­um bara láta fólk njóta betri kjara en verið hef­ur, vera þá jafn­vel með meira úr­val en ÁTVR.“

Seg­ist ekki lepp­ur fyr­ir nokk­urn mann

Spurður út í lík­indi vöru­úr­vals Nýju Vín­búðar­inn­ar við vöru­úr­valið hjá heild­söl­unni Karli K. Karls­syni, og hvort um sé að ræða sam­starf við hana, seg­ir Sverr­ir það vera „til­vilj­un“.

Aðspurður seg­ir hann síður en svo, að fyr­ir­tækið sé lepp­ur fyr­ir Karl K. Karls­son. „Ég hef aldrei leppað fyr­ir nokk­urn mann. Ég úti­loka þó ekki að við gæt­um haldið sam­starfi við Karl K. Karls­son og fleiri fyr­ir­tæki í framtíðinni.“

Sverr­ir seg­ir í fram­hald­inu að nú­ver­andi fyr­ir­komu­lag á áfeng­is­sölu hér­lend­is og ein­ok­un­arstaða rík­is­ins í þeim efn­um sé ein­fald­lega úr­elt fyr­ir­komu­lag.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Loka