Bauhaus á Norðurlöndunum varð fyrir tölvuárás á föstudaginn sem varð til þess að tölvukerfi fyrirtækisins liggur niðri.
Áhrif árásarinnar ná til Íslands en í tilkynningu frá Bauhaus á Íslandi kemur fram að vöruhúsið sé opið þrátt fyrir takmarkanir og verslunin muni gera sitt besta til að þjónusta viðskiptavini.
Aðalsímkerfi Bauhaus liggur niðri og eru viðskiptavinir því beðnir um að hafa samband í gegnum skilaboð á Facebook-síðu fyrirtækisins, eða í síma 839-5800.
Hægt er að greiða með greiðslukorti, peningum og millifærslu í vöruhúsinu.
Sem stendur er ekki hægt að:
Í samtali við mbl.is sagði Tómas, starfsmaður Bauhaus, að mikið væri að gera og þessu fylgdi aukið álag sem lendir þó meira á þjónustuborðinu en þeim sem starfa í vöruhúsinu. Hann sagði að ekkert væri vitað um hvenær tölvukerfið kæmist í lag aftur.