„Fullkomlega mannsæmandi laun“

Birgir Jónsson, forstjóri Play.
Birgir Jónsson, forstjóri Play. Ljósmynd/Aðsend

Birgir Jónsson, forstjóri Play, segist ánægður með að dulúð yfir kjarasamningum flugfélagsins hafi verið aflétt. 

„Í okkar samningi eru okkar starfsmenn með 24-30 frídaga á ári. Við erum ekki að keyra áhafnirnar til Keflavíkur sem sparar okkur hundruð milljóna á ári, við erum að niðurgreiða bílastæði og rútuferðir. Við erum ekki með launatengda starfsaldursflokka, þannig að ef flugmaður er gerður að flugstjóra fær hann jafn mikið borgað sama hvort hann sé fertugur eða 55 ára. Fólk vinnur sig hraðar upp og okkar starfsfólk er gríðarlega ánægt með þetta,“ sagði Birgir á fjárfestingafundi félagsins í morgun.

Play Airbus-þota.
Play Airbus-þota.

Grunnlaun 352 þúsund krónur

Birgir leggur áherslu á að félagið er ekki að taka úr vasa starfsfólks félagsins með launahagræðingu. Grunnlaun hjá félaginu fyrir nýtt áhafnarstarfsfólk eru 352 þúsund krónur og með vinnuálagi hækka þau í 470 þúsund krónur fyrir skatt. 

„Svona hlutir eru að skapa hagræðingu fyrir okkur án þess að taka úr vasa launþega okkar. Þetta eru ekki þau laun sem við höfum verið ásökuð um. Þetta eru fullkomlega mannsæmandi laun.“

Hlutafjárútboð Fly Play hf. byrjar á fimmtudaginn, sama dag og fyrsta áætlunarflug flugfélagsins fer til London. Boðnir verða til sölu samtals 221.906.800 hlutir að nafnverði í formi nýrra hlutabréfa í Fly Play hf. og verða boðnar tvær áskriftaleiðir; A og B. Þar sem verð í áskriftaleið A er 18 kr. á hlut og verð í áskriftaleið B verður innan verðbilsins 18-20 kr. á hlut. 

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK