Mikill fögnuður braust út þegar Birna Einarsdóttir, bankastjóri Íslandsbanka, hringdi inn fyrstu viðskipti í Kauphöll Íslands, þar sem Íslandsbanki hf. var skráður á aðalmarkað Nasdaq Iceland í morgun. Hlutabréf í bankanum hafa rokið upp um 20% frá útboðsgenginu úr 79 kr. á hlut í 95 kr. á hlut í dag.
Um 490 milljarða umframeftirspurn myndaðist þegar bankinn réðst í hlutafjárútboð fyrr í mánuðinum og því augljóst að mikil spurn er eftir hlutabréfum í bankanum. Heildarsöluvirði útboðsins var um 55 milljarðar. Auðkenni bankans á markaði er ISB.