„Að því gefnu að þetta gangi eftir og verði samþykkt fá þeir stjórnarmann. Og þá þarf einhver að víkja. Það var í mínum huga rétt að stíga til hliðar á þessum tímapunkti,“ segir Úlfar Steindórsson, stjórnarformaður Icelandair Group, um kaup Bain Capital á 16,6% hlut í félaginu.
Meðal skilyrða kaupanna er að Bain Capital fái stjórnarmann í Icelandair Group. „Ég hef verið í stjórn í bráðum ellefu ár en með mér í stjórn eru fjórir einstaklingar sem hafa verið þar töluvert skemur. Allt saman frábærir aðilar. Það var því í mínum huga nokkuð ljóst að þetta væri rétti tíminn til að hætta og því lagði ég til að þetta væri gert með þessum hætti,“ segir Úlfar.
Hann kveðst ganga sáttur frá borði eftir að hafa setið rúman áratug í stjórn, enda sé framtíðin hjá flugfélaginu björt.
Nánar er rætt við Úlfar í Morgunblaðinu í dag.