Hreggviður Ingason hefur verið ráðinn til starfa sem forstöðumaður safnastýringar hjá eignastýringu Fossa markaða. Þetta kemur fram í tilkynningu.
Hreggviður starfaði áður hjá Lífsverki lífeyrissjóði sem forstöðumaður eignastýringar frá árinu 2016. Samhliða störfum hefur hann meðal annars sinnt stundakennslu við Háskólann í Reykjavík.
Nýlega bættist eignastýring við þjónustu Fossa markaða á fjármálamarkaði og býður félagið nú viðskiptavinum sínum upp á einkabankaþjónustu og stýringu eignasafna. Eignastýringarstarfsemi Fossa markaða verður til húsa í Næpunni, á Skálholtsstíg 7, steinsnar frá höfuðstöðvum Fossa við Fríkirkjuveg og mun starfsemin flytjast þangað í lok sumars.