Bónus sparar 200 tonn af plasti

Bónus hefur sparað allt að 200 tonn af plasti á …
Bónus hefur sparað allt að 200 tonn af plasti á hverju ári eftir að sala á plastpokum var lögð niður. Ljósmynd/Aðsend

Matvöruverslunin Bónus hefur sparað allt að 200 tonn að plasti á hverju ári með því að leggja niður sölu á plastburðarpokum en verslunin hefur nú selt eða gefið viðskiptavinum sínum tæplega 400 þúsund fjölnota burðarpoka.

Hefur fyrirtækið einnig gert breytingar á umbúðum sérstakra Bónusvara sem miða að því að minnka plast. Má hér meðal annars nefna Bónussúpur og Bónushnetublöndur sem voru báðar fyrst um sinn seldar í plastumbúðum en eru nú komnar í umbúðir úr pappa.

Bakkelsi er nú einnig komið í umbúðir úr pappa en það var áður selt í pokum og öskjum úr plasti en sú breyting ein og sér mun draga úr allt að 90% af plastnotkun í þessum vöruflokki að sögn Guðmundar Marteinssonar, framkvæmdastjóra Bónuss.

Auk breytinga á umbúðum hefur matvöruverslunin einnig gróðursett ríflega 21 þúsund tré við Úlfljótsvatn til að kolefnisjafna þau neikvæðu áhrif sem reksturinn hefur á umhverfið.

mbl.is
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK
Fleira áhugavert
  ISK
  USD
  EUR
  GBP
  CAD
  DKK
  NOK
  SEK